Norðurlöndin ættu að koma á fót sameiginlegri loftslagslöggjöf

11.12.19 | Fréttir
Sofia Geisler från Grönland på COP25

Sofia Geisler från Grönland på COP25

Photographer
Matts Lindqvist
Norðurlöndin ættu að koma á fót sameiginlegri loftslagslöggjöf sem væri bindandi fyrir öll norrænu ríkin. „Lög landanna hvers um sig nægja ekki ein og sér,“ segir Sofia Geisler sem er grænlenskur fulltrúi í Norðurlandaráði.

Sofia Geisler varpaði tillögu sinni fram á viðburði á alþjóðlegu loftslagsráðstefnunni, COP25. Sofia Geisler sér, eins og aðrir Grænlendingar, áhrif loftslagsbreytinganna dag hvern og hún segir að öflugar ráðstafanir þurfi að koma til ef takast á að stöðva þróunina.

„Það er eðlilegt að norrænu ríkin starfi saman að loftslagsmálum, sérstaklega varðandi Norðurskautið og önnur norðarleg svæði. Þess vegna finnst mér að að taka ætti upp loftslagslöggjöf fyrir öll Norðurlöndin sem væri bindandi fyrir öll norrænu ríkin.

Best að starfa með Norðurlöndunum

Hún bendir á að á Grænlandi séu aðeins 56.00 íbúar og þeir þurfi bandalag með öðrum Norðurlöndum á sviði loftslagsmála til viðbótar við þau félagasamtök sem fyrir hendi eru á Norðurskautinu. Hún segir einnig að norrænu ríkin séu bestu samstarfsaðilarnir vegna þess að þau hafi þekkingu á norrænum aðstæðum og séu langt komin í vinnunni með heimsmarkmiðin 17.

Loftslagsmálum ýtt til hliðar í umræðunni

Sofie Geisler hefur einnig áhyggjur af því að áherslur í umræðum um Norðurskautið hafi breyst eftir að rætt hafi verið um að Bandaríkin vildu kaupa Grænland.

„Eftir að ákveðinn maður, ég vil ekki nefna nafn hans, sagði að hann vildi kaupa Grænland, breyttist umræðan. Áherslan færðist í þá átt að fjallað er um staðsetningu Grænlands frá hernaðarlegu sjónarmiði og það sem mestu máli skiptir, loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra fyrir fólk og umhverfi, hefur lent algerlega í skugganum,“ segir Sofia Geisler.

Norðurlandaráð var með sinn eigin dag í norræna skálanum á COP25 þann 11. desember og voru haldnir sex viðburðir. Í hinum norræna COP-skálanum í Stókkhólmi voru haldnir fjórir viðburðir.