Norðurlöndin hyggjast styrkja réttindi LGBTI-fólks

16.09.19 | Fréttir
A demonstration at Pride

Photographer: Martin Zachrisson

Photographer
Martin Zachrisson
Um allan heim er greint frá bakslagi varðandi réttindi samkynhneigðra, intersexual fólks, transfólks og kynsegin fólks. Þess vegna er nú rétti tíminn fyrir Norðuröndin að auka vernd og bæta líf LGBTI-fólks á öllu svæðinu. Þetta er skoðun norrænu jafnréttismálaráðherranna sem ákváðu í dag að hefja pólitískt samstarf á nýju sviði.

Löndin hafa starfað saman að jafnrétti milli kvenna og karla í meira en 40 ár en jafnréttismál LGBTI-fólks hafa ekki verið liður í þessu samstarfi.

Á fundi jafnréttismálaráðherranna á Íslandi í dag tóku ráðherrarnir eftirfarandi ákvörðun: „Norræna ráðherranefndin skal beita sér fyrir jöfnum rétti, meðferð og tækifærum LGBTI-fólks á Norðurlöndum:“

Hatursglæpir aukast

„Brot á mannréttindum og hatursorðræða í garð LGBTQI-fólks eykst um heim allan. Með sameinuðu átaki geta norrænu ríkin tekið forystu í því að verja og auka LGBTQI-réttindi á heimsvísu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir sem er bæði forsætisráðherra og jafnréttismálaráðherra á Íslandi.

Flest norrænu ríkin eru komin vel á veg varðandi réttindamálin og hafa til dæmis vernd í lögum gegn mismunun, ógnunum, hatri og áreitni gegn LGBTI-fólki.

 

Bæði framfarir og bakslag

Í síðustu mælingu á réttindum LGBTI-fólks í Evrópu voru Noregur, Danmörk og Finnland meðal fimm efstu landanna. Svíþjóð var í tíunda sæti og Ísland í því fimmtánda.

Mælingin var gerð af ILGA-Europa sem eru óháð alþjóðleg regnhlífarsamtök sem vinna að mannréttindamálum LGBTI-fólks.

Hjá samtökunum kemur fram að viðurkenning og umburðarlyndi í garð LGBTI-fólks aukist um allan heim en að það gerist allt of hægt. Og á ýmsum sviðum kemur bakslag.

Ný lög á Íslandi

„Um leið og við hefjum þetta samstarf höldum við áfram að vinna að betri vernd hvert í sínu landi. Á Íslandi hafa verið sett ný lög sem marka tímamót og tryggja öll mannleg réttindi og virðingu,“ segir Katrín Jakobsdóttir.

Það fyrsta sem gerist nú þegar ráðherrarnir hafa tekið ákvörðun um þetta nýja samstarf er kortlagning og greining á LGBTI-sviðinu á Norðurlöndum.

Leitað til almennings

NIKK (Nordisk Information for Kundskab om Køn) á að annast kortlagninguna og leita til almennings í þeirri vinnu.

Kortlagningin á að draga fram aðstæðurnar í hverju og einu hinna norrænu ríkja, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi og greina hvað beri á gera á norrænum vettvangi. Jafnréttismálaráðherrarnir munu taka ákvörðun um tiltekin samnorræn verkefni á grundvelli kortlagningarinnar.

Öflug rödd á alþjóðavettvangi

Það verður á árinu 2020 þegar Danmörk fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni.

„Norrænu ríkin eru lík hvert öðru, þess vegna eigum við að skapa góð skilyrði fyrir LGBTI-fólk í sameiningu. Með því að tengja LGBTI-sviðið við Norrænu ráðherranefndina verður auðveldara að læra hvert af öðru, þróa aðgerðir sem virka og vera öflug rödd á alþjóðavettvangi,“ segir Mogens Jensen, jafnréttismálaráðherra Danmerkur.

Rannsóknarverkefni um #MeToo

Jafnréttismálaráðherrarnir ákváðu einnig að fjármagna þriggja ára rannsóknarverkefni um kynferðislega áreitni á norrænum vinnumarkaði, verkefni sem á að liggja til grundvallar stefnumótunar í kjölfar #MeToo.

Verkefninu var hleypt af stokkunum strax að loknum fundi ráðherranna með alþjóðlegri ráðstefnu #MeToo – Moving Forward í Reykjavík 17.-19. september með 800 þátttakendum frá Norðurlöndum og hvaðanæva að í heiminum.

 

Neðanmálsgrein: LGBTI stendur fyrir 'lesbian, gay, bisexual, transgender, og intersex'.