Norrænar þjóðir sameinaðar gegn glæpum í sjávarútvegi

06.09.17 | Fréttir
Fish crime
Ljósmyndari
Image courtesy of PescaDolus / pescadolus.com
Átta sjávarútvegsráðherrar Norðurlandaþjóðanna Danmerkur, Færeyja, Finnlands, Grænlands, Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Álandseyja hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu gegn fjölþjóðlegum skipulögðum glæpum í alþjóðlegum sjávarútvegi. Yfirlýsingin var gefin út á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.

Noregur fer nú með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og glæpir í sjávarútvegi eru meðal þeirra málefna sem Noregur leggur sérstaka áherslu á í norrænni samvinnu. Í sameiginlegu yfirlýsingunni segja ráðherrarnir meðal annars: 

„Alþjóðasamfélagið verður að viðurkenna tilvist fjölþjóðlegrar skipulagðrar glæpastarfsemi í alþjóðlegum sjávarútvegi og að sú starfsemi hafi alvarleg áhrif á hagkerfið, trufli markaði, skaði umhverfið og dragi úr mannréttindum,“ og að „öll svæði heimsins verði að vinna saman.“

Norrænu áskoranirnar eru hluti af hinum alþjóðlegu áskorunum og alþjóðlegt samstarf milli heimsálfa og svæða er nauðsynlegt. Norræna ráðherranefndin styður tvö verkefni sem beinast gegn glæpum í sjávarútvegi á sviði upplýsingaöflunar og rannsókna og skilaboð mín eru þau að Norðurlöndin eru reiðubúin til samvinnu.


„Norrænu áskoranirnar eru hluti af hinum alþjóðlegu áskorunum og alþjóðlegt samstarf milli heimsálfa og svæða er nauðsynlegt. Norræna ráðherranefndin styður tvö verkefni sem beinast gegn glæpum í sjávarútvegi á sviði upplýsingaöflunar og rannsókna og skilaboð mín eru þau að Norðurlöndin eru reiðubúin til samvinnu,“ segir Dagfinn Høybråten framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Dagana 25. og 26. september 2017 gengst Alþjóðalögreglan, INTERPOL, Norræna ráðherranefndin, Noregur, Indónesía og PescaDolus fyrir alþjóðlegu málþingi um glæpi í sjávarútvegi. Málþingið verður haldið í Vínarborg.