Ný norræn matargerð leitar að verkefnum sem stuðla að sjálfbærri þróun

12.03.19 | Fréttir
Barnens matmarknad, Københavns Madhus
Ljósmyndari
Københavns Madhus

Matarmarkaður barnanna í Kaupmannahöfn

Vinnur þú að áhugaverðu verkefni sem getur stuðlað að framþróun norrænnar matarmenningar? Ný norræn matargerð hefur opnað fyrir umsóknir vegna nýs samstarfs sem stuðlar að sjálfbærri samfélagsþróun. Umsóknir vegna verkefna um mat á vegum opinberra aðila, sjálfbæra þróun og samskipti ásamt matarferðferðamennsku eru í forgangi.

Fyrir fimmtán árum ýtti yfirlýsingin um nýja norræna eldhúsið úr vör ótrúlegri umbreytingu á norrænni matarmenningu. Viðhorf til matar breyttust í norrænu ríkjunum og Norðurlöndin komust til forystu á alþjóðavísu.

Nú þegar matvælakerfið stendur frammi fyrir miklum hnattrænum áskorunum gegnir hreyfingin um Nýja norræna matargerð enn mikilvægu hlutverki frá degi til dags meðal norrænna borgara ásamt því að hvetja áfram til nýrra hugmynda og samstarfs.

„Starf Norrænu ráðherranefndarinnar sem snýr að Nýrri norrænni matargerð snýst um að virkja kraftinn sem býr í matargerðarlistinni til þess að sem flestir eigi þess kost að njóta afurða hennar. Þetta endurspeglast einnig í þessari auglýsingu eftir styrkumsóknum,“ segir Mads Frederik Fischer-Møller, aðalráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinni.

„Með tilliti til þeirra hnattrænu áskorana sem við stöndum frammi fyrir þá blasir það við stýrihópnum að þau verkefni sem hljóta styrk verða að stuðla að sjálfbærni til lengri tíma litið.“

Arnljótur Bjarki Bergsson, formaður stýrihópsins um Nýja norræna matargerð.

Hnattrænar áskoranir setja matvælum framtíðar skorður

Stýrihópur Nýrrar norrænnar matargerðar vill með þessari auglýsingu eftir styrkumsóknum sameina kraftana sem er að finna í norrænu matarmenningarhreyfingunni og virkja áhuga ólíks fólks, félagasamtaka og fyrirtækja. Sérstök áhersla er lögð á að í umsóknum um verkefnastyrki séu hugmyndir um norræn matvæli og þýðingu þeirra í framtíðinni þróaðar áfram, öflug samstarfsnet og ný tækifæri til samstarfs milli norrænu ríkjanna, miðlun þekkingar og langvarandi áhrif.

Arnljótur Bjarki Bergsson, formaður stýrihópsins og sviðsstjóri hjá Matís á Íslandi, segir um skilyrðin sem uppgefin eru í auglýsingunni:

„Þegar litið er til þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir, hnattrænnar hlýnunar, minnkandi líffræðilegrar fjölbreytni og mikillar matarsóunar, þá blasir það við stýrihópnum að þau verkefni sem hljóta styrk verða að stuðla að sjálfbærni til lengri tíma litið.“

Ný norræn matargerð hefur gegnum árin auglýst alloft eftir styrkumsóknum með mismunandi áherslum sem á mismunandi hátt hefur haft áhrif á þróun norrænnar matarmenningar og öflugs samstarfsnets.“

Opinber matur, matarmenning og sjálfbær ferðamennska

Hægt er að sækja um vegna allra hugmynda, samstarfs og verkefna sem uppfylla skilgreind markmið og skilyrði en sérstakur áhugi er fyrir hendi í stýrihópnum fyrir umsóknum af eftirfarandi sviðum:

  • Matur á vegum opinberra aðila, til dæmis skólamatur eða matur fyrir leikskólabörn eða í skólaselum
  • Sjálfbær þróun og samskipti um norræna matarmenningu og norrænt mataræði
  • Sjálfbær matar- og matgæðingaferðamennska

Heildarupphæð styrkja er 1,5 milljónir danskra króna og hægt er að sækja um styrk allt að 600.000 dönskum krónum fyrir hvert verkefni. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2019.

Umsóknareyðublað

Nánari upplýsingar um Nýja norræna matargerð