Paula Lehtomäki til nýrra starfa

03.06.22 | Fréttir
porträtt av Paula Lehtomäki
Ljósmyndari
Ninni Andersson
Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, tekur við stöðu framkvæmdastjóra Skogsindustrin rf, Finnish Forest Industries Federation. Hún lýkur því störfum hjá Norrænu ráðherranefndinni í september 2022, hálfu ári áður en samningur hennar rennur út.

„Norrænt samstarf er mikilvægara en nokkru sinni og ég hlakka mjög til að vinna að markvissara og árangursmiðaðra norrænu samstarfi á næstu mánuðum,“ segir Paula Lehtomäki.   

 

Í tíð Paulu Lehtomäki hefur Norræna ráðherranefndin einbeitt sér af fullum krafti að því að uppfylla framtíðarsýn forsætisráðherranna um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030.   

 

Paula Lehtomäki var ráðin sem framkvæmdastjóri til fjögurra ára í mars 2019 og samningur hennar hefði átt að renna út í mars 2023.  

 

Ferlið við ráðningu nýs framkvæmdastjóra er hafið.

Tengiliður