Sameiginlegar umsóknir geta fjölgað íþróttaviðburðum á Norðurlöndum

28.10.20 | Fréttir
fotbollsmatch i Nordens tält i Almedalen
Photographer
Victoria Henriksson/Norden.org
Óháð kórónuveirufaraldinum þurfa Norðurlöndin að halda fleiri stóra íþróttaviðburði. Gætu möguleikar landanna aukist ef þau leggja fram sameiginlegar umsóknir?

Kórónufaraldurinn hefur bitnað hart á íþróttastarfsemi. Áhorfendatakmarkanir og aflýst mót hafa haft gert það að verkum að fjölmörg félög hafa orðið af mikilvægum tekjum.  

 

Óháð faraldrinum gætu stórviðburðir ekki aðeins verið lyftistöng fyrir íþróttastarf heldur einnig aukið möguleika til markaðssetningar allra Norðurlanda eða hluta þeirra. 

 

Þekkingar- og menningarnefnd Norðurlandaráðs leitar nú til íþróttalandssambanda landanna til að fá álit þeirra á því hvort sameiginleg áætlun um að halda stórmót og lokakeppnir á Norðurlöndum gæti verið þeim til góðs. 

Meiri möguleikar, minni áhætta

Þetta eru rök þekkingar og menningarnefndarinnar, sem telur að sameiginleg áætlun muni auka líkurnar á því að stórir íþróttaviðburðir verði haldnir og minnka áhættuna af skipulagningu þeirra.

 

„Norðurlönd þurfa að geta kynnt sig sem mikilvægan mótshaldara íþróttaviðburða í framtíðinni. Með því að halda ekki meistaramót hver fyrir sig heldur vinna saman að stóru málunum hefur það einnig í för með sér aukna sjálfbærni,“ segir Jorodd Asphjell, sem er norskur þingmaður og fulltrúi í þekkingar og menningarnefndinni.

Leitað til íþróttalandssambanda 

Menningarnefndin ákvað síðastliðinn þriðjudag að hafa samband við íþróttalandssambönd allra landanna til að heyra hvort þau myndu njóta góðs af sameiginlegri áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir löndin.   Áætlunin gæti falið í sér mat á væntanlegum stórum íþróttaviðburðum sem hægt væri að sækja um með tilliti til mögulegs áhorfendafjölda, tekna og alþjóðlegrar markaðssetningar. 

Þetta getur einnig falið í sérð áætlun um bestu leiðina til að leggja fram sameiginlega umsókn tveggja eða fleiri landa.