Dagskrá

26.10.20

09:00 - 17:00

1.
Engir þingfundir

Þar sem hefðbundnu þingi hefur verið aflýst verða ekki heldur haldnir þingfundir í ár. Þess vegna liggur ekki fyrir dagskrá. Ýmsir fjarfundir verða þó haldnir í þingvikunni. Nánari upplýsingar um þá er að finna í dagskrárflipanum til hægri. Einu viðburðirnir sem verða sendir út beint í ár eru umræðurnar um covid-19 og Norðurlönd og verðlaunahátíðin þar sem veitt verða verðlaun Norðurlandaráðs. Báðar þessar útsendingar verða 27. október.

29.10.20 | Fréttir

Bertel Haarder frá Danmörku er nýr forseti Norðurlandaráðs

Bertel Haarder frá Danmörku hefur verið kjörinn forseti Norðurlandaráðs árið 2021. Forsætisnefnd Norðurlandaráð kaus hann sem forseta á stafrænum fundi síðastliðinn fimmtudag. Annette Lind frá Danmörku var kjörin varaforseti.

28.10.20 | Fréttir

Sameiginlegar umsóknir geta fjölgað íþróttaviðburðum á Norðurlöndum

Óháð kórónuveirufaraldinum þurfa Norðurlöndin að halda fleiri stóra íþróttaviðburði. Gætu möguleikar landanna aukist ef þau leggja fram sameiginlegar umsóknir?

19.10.20 | Upplýsingar

Upptökur af útsendingum frá þingvikunni 2020

Hér er hægt að sjá útsendingar frá opna umræðufundinum „COVID-19 í norrænu og alþjóðlegu ljósi“ og verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs 2020.