Sendiherra Úkraínu við Norðurlandaráð: Við gerum okkur miklar vonir

28.03.22 | Fréttir
Mykhailo Vydoinyk

Den ukrainske ambassadør i Danmark, Mykhailo Vydoinyk, interviewes efter temadebatten på Nordisk Råds Session i Malmø. 

Photographer
Lars Dareberg / norden.org
Skýr skilaboð Mykhailo Vydoinyk til Norðurlanda: „Fyrst og fremst vantar okkur vopn.“

Stríð á ný í Evrópu – hvernig getum við á Norðurlöndum aðstoðað Úkraínu með sem bestum hætti og skapað öryggi á Norðurlöndum, í Evrópu og heiminum öllum, var yfirskrift umræðna þar sem fulltrúar Norðurlandaráðs, norræni samstarfsráðherrann Anne Beathe Tvinnereim, utanríkisráðherra Finnlands, Pekka Haavisto og Eystrasaltsþingið ræddu stöðuna í Úkraínu ásamt Mykhailo Vydoinyk sendiherra Úkraínu í Danmörku. Umræðurnar áttu sér stað á þemaþingi Norðurlandaráðs í Malmö 22. mars.

 

Að umræðunum loknum var sendiherrann spurður hvaða væntingar hann hefði til stuðnings Norðurlanda við Úkraínu í vörnum landsins gagnvart Rússlandi og skilaboðin voru skýr: „Við gerum okkur miklar vonir.

„Fyrst og fremst vantar okkur vopn,“ sagði hann og lýsti eftir lokuðu loftrými yfir Úkraínu.


Sjá viðtalið í heild hér:

 

 

Sjá einnig umræðurnar um innrás Rússlands í Úkraínu á þemaþingi Norðurlandaráðs 2022: