Sjálfbær og samþætt Norðurlönd í algerum forgangi

01.11.22 | Fréttir
möte mellan samarbetsministrarna
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Græn umskipti eru mikilvægari í norrænu samstarfi en nokkru sinni fyrr, ekki síst vegna árásarstríðs Rússa í Úkraínu og yfirstandandi orkukreppu. Norrænu samstarfsráðherrarnir voru sammála um þetta á fundi sem haldinn var í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki.

Vinnan að framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims 2030 var efst á dagskrá fundar samstarfsráðherranna í Helsinki.
Samstarfsráðherrarnir ákváðu á fundinum að standa fast við þessa framtíðarsýn og hin þrjú stefnumarkandi áherslusvið hennar, græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Þau ítrekuðu einnig að umhverfis- og loftslagsmál yrðu áfram í algerum forgangi í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar. 

„Framtíðarsýnin um sjálfbær og samþætt Norðurlönd er jafnviðeigandi eða jafnvel enn meira viðeigandi nú og þegar framtíðarsýnin var samþykkt 2019. Við lifum á tímum kreppu – með stríð í Evrópu og áskoranir varðandi orkuframboð og ekki má gleyma yfirstandandi loftslagsbreytingar og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Þess vegna verða umhverfis- og loftslagsmál að vera í algerum forgangi í norrænu samstarfi,“ sagði Anne Beathe Tvinnerheim, samstarfsráðherra Noregs sem er formaður norrænu samstarfsráðherranna 2022.

 

Greinilegur árangur hefur náðst

Á þinginu ræða samstarfsráðherrarnir framtíðarsýnina við þingmenn Norðurlandaráðs og fulltrúa samstarfsnets borgaralegs samfélags. Ráðherrarnir gera meðal annars grein fyrir vinnu við milliúttekt sem er mat á því hvernig Norræna ráðherranefndin hefur unnið að framtíðarsýninni 2021 og 2022. Einnig var rætt um milliúttektina á fundi samstarfsráðherranna á þriðjudag. Í úttektinni kemur fram að Norræna ráðherranefndin hefur náð greinilegum árangri í vinnunni að markmiðum framtíðarsýnarinnar. En einnig kemur fram að tækifæri eru til að þróa starfið áfram. Þess vegna hefur framkvæmdastjórinn tekið saman tilmæli um hvernig styrkja megi vinnuna til framtíðar þannig að Norræna ráðherranefndin nái fram eins miklum áhrifum og kostur er með framtíðarsýninni.



 

Framtíðarsýnin um sjálfbær og samþætt Norðurlönd er jafnviðeigandi eða jafnvel enn meira viðeigandi nú og þegar hún var samþykkt 2019. Við lifum á tímum kreppu – með stríð í Evrópu og áskoranir varðandi orkuframboð og ekki má gleyma yfirstandandi loftslagsbreytingar og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Þess vegna verða umhverfis- og loftslagsmál að vera í algerum forgangi í norrænu samstarfi.

 

Anne Beathe Tvinnerheim, samstarfsráðherra Noregs

Norðurlandaráðsþing 2022

Þing Norðurlandaráðs fer fram í Helsinki 31. október til 3. nóvember 2022. Auk hinna 87 fulltrúa í Norðurlandaráði taka fjölmargir norrænir ráðherrar þátt í fundinum. Meðal annars er haldinn fundur norrænu forsætisráðherranna ásamt oddvitum landsstjórna Grænlands, Færeyja og Álandseyja. Auk þess funda utanríkisráðherrar, umhverfis- og loftslagsráðherrar og menningarmálaráðherrar.

MR-Sam
Photographer
Mikael Kelk
Contact information