Styrkir til verkefna á sviði norrænna matvæla

05.04.17 | Fréttir
YAIC
Ljósmyndari
Hlynur Hafsteinsson
Ný norræn matargerð hefur opnað fyrir styrkjaumsóknir. Áherslusvið eru annars vegar „Börn, ungmenni og matur“ og hins vegar „Kynning á alþjóðavettvangi“. Vill stýrihópurinn hvetja til nýrra norrænna verkefna og samstarfs sem geti stuðlað að þróun norrænnar matarmenningar.

Nýjar hugmyndir og samstarf

Styrkirnir eiga að vera lyftistöng fyrir ný verkefni, samtöl og hugmyndir sem geta eflt norrænt samstarf á matvælasviði, og vonast stýrihópurinn eftir fjölda umsókna. 

„Við viljum hvetja til samnorrænna verkefna þar sem börn geta prófað sig áfram, smakkað og deilt reynslu sinni með áherslu á matvæli. Að sama skapi er sjálfsagt að kynna norrænan mat og matarmenningu úti í heimi, utan landamæra Norðurlandanna,“ segir Nina Sundqvist, framkvæmdastjóri Matmerk í Noregi og formaður stýrihóps Nýrrar norrænnar matargerðar.

Margir eru áhugasamir um þá samkennd og kraft sem felst í því að starfa á sviði norrænnar matarmenningar, og nú þegar hægt er að sækja um styrki vonumst við efir fjölda umsókna.

Í Nýrri norrænni matargerð er mikil áhersla lögð á samstarfsnet, samvinnu og kynningu. Auk þeirra skilyrða sem umsóknir verða að uppfylla, sem eru m.a. norrænt notagildi, samskipti og skýr tenging við Norðurlönd, er áhersla lögð á sköpunarkraft og þverfaglegt samstarf. Nina Sundqvist heldur áfram:

„Margir eru áhugasamir um þá samkennd og kraft sem felst í því að starfa á sviði norrænnar matarmenningar, og nú þegar hægt er að sækja um styrki vonumst við efir fjölda umsókna.“

Heildarfjárveiting styrkja nemur 1,2 milljónum danska króna.

Norðurlönd fremst í flokki

Áherslusviðin tvö, „Börn, ungmenni og matur“ og „Kynning á alþjóðavettvangi“, hafa skírskotanir til yfirlýsingarinnar um norræna matargerðarlist frá árinu 2004. Yfirlýsingin samanstendur af tíu markmiðum og hefur vísað veginn fyrir frumlegt norrænt eldhús, sem stuðlar að því að koma Norðurlöndum á heimskortið í matargerð og jafnframt að breytingum á matarvenjum okkar á Norðurlöndum.

Lýðræðisvæðing á góðum mat er mikilvægt skref í nýrri norrænni matargerð og áberandi í starfinu öllu.

Styrkirnir eru liður í áframhaldandi starfi að Nýrri norrænni matargerð, en frá árinu 2015 hefur áhersla verið lögð á aðgerðir á sviði matargerðar í opinbera geiranum, norrænu matararverðlaunin Emblu og matvæli og ferðaþjónustu.

„Norðurlönd eru í fararbroddi á alþjóðavísu á sviði sjálfbærrar matargerðar, og fólk ferðast hingað alls staðar að til að kynnast norrænni matarmenningu. Lýðræðisvæðing á góðum mat er mikilvægt skref í nýrri norrænni matargerð og áberandi í starfinu öllu,“ segir Mads Frederik Fischer-Møller, aðalráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinni. 

Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl.