Tímamótaáfangi í samstarfi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um rafræn skilríki

07.02.19 | Fréttir
Person ved en computer
Photographer
Ali Yahya on Unsplash
Eftir nokkur ár munu íbúar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem annað hvort flytja til, starfa eða stunda nám í öðru landi á svæðinu, geta notað rafræn skilríki sín til að fá aðgang að opinberri þjónustu þess lands. Þessar stafrænu lausnir eru jafnvel enn þýðingarmeiri fyrir hreyfanleika íbúanna heldur en norræna vegabréfasambandið sem komið var á árið 1952.

Tæknilausnirnar hafa þegar verið prófaðar og þær virka. Þjónustuaðilar eru byrjaðir að sýna áhuga. Sverige, Norge og Latvia har, som de første, åpnet for innlogging mot landets digitale tjenester med estlandsk eID. Noregur er fyrsta landið til að taka lausnina í notkun. Nemendur í Eistlandi geta nú skráð sig inn á Studentweb og sótt þar um í norskum háskólum og tækniháskólum.

Markmiðið er að innan nokkurra ára geti allir íbúar landanna átta notað stafræn skilríki sín á nærri öllum sviðum þjónustu á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Verkefnið hefur unnist hratt, eins og viðeigandi er fyrir stafrænt verkefni. Árið 2018 var Norrænu ráðherranefndinni falið að samhæfa stafrænt samstarf milli landanna átta og væntingar norrænu samstarfsráðherranna til verkefnisins eru skýrar.

Tæknilausnirnar eru ekki flóknar. Þær eru langt á veg komnar. Mesta vinnan felst í því að fá yfirvöld í öllum löndunum til að vera með og gera þjónustu aðgengilega fyrir íbúana. Hlutverk okkar er að gera pólitíska sýn að veruleika. Við erum því algerlega háð pólitískum vilja og dugnaði.

Tor Alvik, verkefnisstjóri hjá NOBID

Næstu skref

Samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um rafræn skilríki hefur fengið heitið NOBID og það er stofnun um opinbera stjórnsýslu og rafræna þjónustu í Noregi (Difi) sem er í forystu fyrir verkefnið. Helsta markmið Difi er að tengja saman stafræn skilríkjakerfi landanna svo að, til dæmis, íbúar í Eistlandi geti skráð sig inn á sænskar þjónustugáttir með stafrænum skilríkjum sínum.

Til þess að það sé hægt þarf fyrst að tengja saman tæknilega innviði landanna og svo þurfa löndin hvert fyrir sig að ákveða hvaða þjónusta verður í boði í hinum löndunum. Þegar það hefur verið gert er hægt að byrja að gera þjónustuna aðgengilega. Mögulega mun innleiðingin fela í sér aðlaganir að kerfum einstakra landa.

Innskráning þvert á landamæri getur meðal annars verið gagnleg á þeim sviðum þjónustu er varða fyrirtækjaskráningu, viðurkenningu prófskírteina milli landa, skattayfirvöld og heilbrigðisþjónustu. Tor Alvik, verkefnisstjóri í Difi, gleðst yfir árangrinum en undirstrikar að mesta vinnan sé enn eftir.

- Tæknilausnirnar eru ekki flóknar. Þær eru langt á veg komnar. Mesta vinnan felst í því að fá yfirvöld í öllum löndunum til að vera með og gera þjónustu aðgengilega fyrir íbúana. Hlutverk okkar er að gera pólitíska sýn að veruleika. Við erum því algerlega háð pólitískum vilja og dugnaði, segir Alvik.

Samkvæmt tímaáætlun NOBID ætti opinber stjórnsýsla allra landanna að vera aðgengileg fyrir lok ársins 2020 en yfirvöld í löndunum sjálfum eru þó ábyrg fyrir að það takist.