Börn með fötlun mega ekki gleymast

09.07.19 | Fréttir
Børn med funktionsnedsættelse
Photographer
Victoria Henriksson
Börn með fötlun mega ekki gleymast. Þetta var meginboðskapurinn á hliðarviðburði um börn með fötlun á COSP 2019, ráðstefnu aðildarríkja að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (CRPD), sem fram fór í New York. Hliðarviðburðurinn var skipulagður af meðal annars fastanefnd Svíþjóðar hjá Sameinuðu þjóðunum og Norrænu ráðherranefndinni.

Á viðburðinum komu sérfræðingar, fulltrúar félagasamtaka og stjórnvalda saman til að ræða stöðu barna með fötlun árið 2019 með hliðsjón af menntamálum, fjórða heimsmarkmiðinu um sjálfbæra þróun og greinum úr samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks og Barnasáttmála SÞ. Áhersla var annars vegar lögð á að deila góðri reynslu og árangursríkum verkefnum og hins vegar á að skoða með gagnrýnum augum það sem betur má fara. Fastanefnd Svíþjóðar hjá Sameinuðu þjóðunum og Norræna ráðherranefndin standa að verkefninu ásamt Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankanum.  

30 milljónir barna útilokaðar

90 prósent landa heimsins hafa pólitíska stefnu sem á að auðvelda börnum að sækja sér menntun án aðgreiningar en þó verða enn mörg börn útundan sökum þess að tiltekin menntakerfi eða skólar megna ekki að mæta þörfum þeirra. Samkvæmt skýrslunni The Education Commission Report 2016 er um að ræða yfir 30 milljónir barna á heimsvísu. Að sögn Mark Waltham, aðalráðgjafa menntamála hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, geta ástæðurnar verið margvíslegar, svo sem skortur á líkamlegu aðgengi eða lélegt aðgengi að námsefni. Einnig geta ástæðurnar verið félagslegs eða sálræns eðlis, þannig að einstök börn upplifi útskúfun.  

Hvatning til þátttökulandanna

Á viðburðinum var vakin athygli á ýmiss konar verkefnum sem talin voru geta veitt þátttökulöndunum hvatningu. Til dæmis sagði fundarstjórinn Charlotte McClain-Nhlapo, sem er fötlunarráðgjafi hjá Alþjóðabankanum, frá verkefninu „Inclusive Education Initiative“, sem miðlar þekkingu um aðgerðir á sviðinu sem byggja á kennslufræðum og tækninýjungum. Verkefnið er fjármagnað af Noregi og Bretlandi og umsjón með því hefur Alþjóðabankinn ásamt Barnahjálp SÞ og fleirum.    

 

 

Árangursrík þekking á sviði fötlunarmála

Mikilvægi þess að miðla árangursríkum verkefnum er meginatriði í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar á sviði félagsmála, „Þekking sem nýtist“, sem skrifuð var af Árna Páli Árnasyni fyrrum félagsmálaráðherra. Þetta var einnig rauður þráður á viðburðinum í New York. Meðal annars kom Jan-Christian Kolstø, ráðuneytisstjóri norska menntamálaráðuneytisins, inn á þetta og óskaði eftir auknu framboði á tölfræði og gögnum á þessu sviði í framtíðinni.

Nora Eklöv, Youth for Accessibility Network, Svíþjóð

Jan-Christian Kolstø, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis, Noregi

Mark Waltham, aðalráðgjafi menntamála, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF)

Anita Hørby, ráðuneyti félagsmála og málefna barna, Danmörku

Tuomas Tuure, Threshold Association, Finnlandi

Minna Karvonen, mennta- og mennningarmálaráðuneytinu, Finnlandi

Þór Þórarinsson, félagsmálaráðuneyti Íslands

Mia Modig, Equally Unique, Svíþjóð

Magnus Lagercrantz, National Agency for  Participation, Svíþjóð

Regina Mugure Mwangi, Leonard Cheshire  Youth Leader, Kenía

Markus Operiano, Leonard  Cheshire Youth Leader, Filippseyjum

Eivind Digranes, Norwegian Association of Youth with Disabilities, Noregi

 

Fyrirlesarar