Náttúrulegar lausnir
Upplýsingar
Markmiðið með áætluninni er að styrkja þekkingargrunn og samstarf milli norrænu landanna um náttúrulegar lausnir, endurheimt, mótvægisaðgerðir í loftslagsmálum og blágræna innviði til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda og bæta líffræðilega fjölbreytni.
Litið er svo á að náttúrulegar lausnir séu mikilvægur liður í starfi að loftslags- og umhverfismálum og líffræðilegri fjölbreytni og gagnsemi þeirra er margvísleg. Náttúrulegar lausnir geta til dæmis verið sjálfbær nýting svæðis og auðlinda, vernd og endurheimt mýra og votlendis eða endurheimt eða opnun vatnsfalla.
Vísindafólk telur að náttúrulegar lausnir geti leyst þriðjunginn af þeim samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda sem þarf til þess að tryggja að hnattræn hlýnun fari ekki yfir þær tvær gráður sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Náttúrulegar lausnir eru einnig liður í því að draga úr tapi á líffræðilegri fjölbreytni, auk þess sem sannað er að slíkar lasnir hafa jákvæð áhrif á fleiri skilyrði í samfélaginu, svo sem matar- og vatnsöryggi og liðan fólks.
Um áætlunina
Umhvørvisstovan, umhverfisstofnun Færeyja, heldur utan um áætlunina fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar. Stýrihópur með þátttakendum frá nokkrum norrænum löndum undir stjórn Noregs fer með daglega stjórn. NordGen stýrir fimmta verkefninu, Crop Wild Relatives, en það er náttúruleg lausn sem tekur til líffræðilegrar fjölbreytni, loftslagsbreytinga og fæðuöryggis.