Verðlaun Norðurlandaráðs - verðlaunahafar kynntir hinn 22. október.
Hinn 22. október - viku fyrir þingið - getur þú fylgst með sjónvarpsútsendingu þar sem verðlaunahafar Norðurlandaráðs verða kynntir, bæði hér á norden.org og á RÚV. Verðlaunahafar taka á móti verðlaunagripnum við athöfn á þinginu. Athöfnin verður ekki opin fjölmiðlum.