Auglýst eftir nýjum umsóknum - Norræn samstarfsverkefni með þátttöku frá Norðvestur-Rússlandi og Eystrasaltssvæðinu

03.05.21 | Fréttir
Hjerte
Ljósmyndari
Karin Beate Nøsterud/norden.org
Auglýst eftir nýjum umsóknum - Norræn samstarfsverkefni með þátttöku frá Norðvestur-Rússlandi og Eystrasaltssvæðinu Norræna ráðherranefndin auglýsir eftir nýjum umsóknum vegna verkefna með þátttöku frá Norðvestur-Rússlandi og Eystrasaltssvæðinu. Verkefnin skulu vera framlag til blómlegrar og friðsamlegrar þróunar á svæðinu með því að stuðla að nánum tengslum milli norrænna samtaka og samstarfsaðila í Norðvestur-Rússlandi og á Eystrasaltssvæðinu.

Byggja upp þekkingu og efla samstarfsnet

Norræna ráðherranefndin auglýsir eftir nýjum umsóknum um fjármagn frá tveimur styrkjaáætlunum sínum - áætlun um samstarf Norðurlanda og Rússlands og áætlun um samstarf frjálsra félagasamtaka á Eystrasaltssvæðinu.

Áætlunin um samstarf Norðurlanda og Rússlands er opin en þar er einnig fé sem er eyrnamerkt verkefnum sem beinast að borgaralegu samfélagi og mannréttindum. Markmiðið er að vera hvatning fyrir verkefni sem byggja upp þekkingu og efla samstarfsnet milli aðila sem að þeim koma. Þrátt fyrir að Covid-19 bjóði upp á nýjar áskoranir varðandi samstarf yfir landamæri er tekið vel á móti lausnum sem þegar eru fyrir hendi, nýskapandi lausnum og fyrirbyggjandi nálgun til þess að ná markmiðum sem snerta sameiginlega hagsmuni.

Umsóknarfrestur rennur úr 15. júní 2021

Norden.org

Viðmiðunarreglur og tímarammar

Samstarfsáætlun Norðurlanda og Rússlands beinist sérstaklega að samstarfi við sjö svæði í Norðvestur-Rússlandi, en áætlun frjálsra félagasamtaka fjármagnar verkefni um allt Eystrasaltssvæðið, þar á meðal á Norðurlöndum, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Rússlandi, Póllandi og Belarús.

Lokafrestur til að skila umsóknum er 15. júní 2021, kl. 23.59.59 CET. Gott er að lesa sér til um áætlanirnar tvær og kynna sér viðmiðunarreglur vegna umsókna gegnum hlekkina hér að neðan áður en tillögum er skilað.

 

Cultural crossroads, co-operation project