Jonas Eika hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2019

29.10.19 | Fréttir
Jonas Eika, Danmark

Vinnare av Nordiska rådets litteraturpris 2019, Jonas Eika, Danmark

Photographer
Magnus Fröderberg
Danski rithöfundurinn Jonas Eika hefur hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2019 fyrir smásagnasafnið Efter Solen.

Jonas Eika hlýtur verðlaunin fyrir verk sem minnir okkur á að bókmenntirnar eru færar um annað og meira en að spegla það sem við þekkjum nú þegar.

Bókmenntaverðlaunin afhenti rithöfundurinn Johannes Anyuru við verðlaunaathöfn í beinni útsendingu frá tónleikahúsinu í Stokkhólmi á þriðjudagskvöld.

Rökstuðningur dómnefndar

Handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 er ungur rithöfundur en smásagnasafn hans Efter Solen kom dómnefndinni á óvart og heillaði hana með hnattrænu sjónarhorni, næmum og myndrænum stíl og getu til að tala inn í pólitískar áskoranir samtímans, án þess þó að lesandanum finnist hann á nokkurn hátt leiddur áfram. Jonas Eika skrifar um veruleika sem lesandinn kannast við, hvort sem sögusviðið er Kaupmannahöfn, Mexíkó eða Nevada – meðal spákaupmanna, heimilislausra drengja eða fólks sem trúir á geimverur. En ljóðrænir töfrar liggja í loftinu. Raunveruleikinn opnar á aðra möguleika, aðrar víddir. Þar bíður okkar eitthvað dásamlegt og fullt vonar sem minnir okkur á að bókmenntirnar eru færar um annað og meira en að spegla það sem við þekkjum nú þegar.

Hér má sjá upptöku af verðlaunveitingu Norðurlandaráðs 2019

Verðlaunaveiting Norðurlandaráðs 2019 var send út beint frá tónleikahúsinu í Stokkhólmi og má sjá upptökuna fram til vors 2020 á eftirfarandi krækjum og tíma.

Um verðlaun Norðurlandaráðs

Norðurlandaráð veitir fimm verðlaun á ári hverju: bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og ungmennabókmenntaverðlaun. Hver verðlaun nema 350 þúsundum danskra króna og eru þau veitt í tengslum við árlegt þing Norðurlandaráðs.