Svansmerkið flýgur hátt á norrænum himni

04.12.19 | Fréttir
Swan Label 30 Years
Photographer
Unsplash.com
Svansmerkið er þrítugt. Og aldrei hefur hefur það átt meira erindi en nú. Það skiptir 27 milljónir neytenda á Norðurlöndum máli. Og er mikilvægt fyrir loftslagið á öllu svæðinu.

„Svansmerkið er til fyrir þig og mig, fyrir okkur öll,“ segja framkvæmdastjórarnir sem standa að baki Svansmerkinu, Anita Winsnes, Ragnar Unge, Martin Fabiansen, Riikka Holopainen og Elva Rakel Jónsdóttir. Tilefnið er að haldið er upp á 30 ára afmæli Svansmerkisins. Í sambandi við það bera framkvæmdastjórarnir fram eina ósk fyrir okkur öll:
„Búðu til þína eigin eigin svanssögu, það er einfaldara en þú heldur.“  

Afmælisrit - Svansmerkið 30 ára

Saga Svansmerkisins er nú öllum aðgengileg í afmælisritinu Svansmerkið 30 ára – Afmælisrit norræna umhverfismerkisins sem Tormod Lien hefur skráð. Þar er sagan rakin allt aftur til ársins 1893 og fyrstu svansmerktu framleiðsluvaranna. Þá er farið í gegnum sögu Svansmerkisins frá 1989 þegar Norræna ráðherranefndin innleiddi samræmt frjálst merkingakerfi.

Búðu til þína eigin eigin svanssögu, það er einfaldara en þú heldur

Framkvæmdastjórar Svansmerkisins

Umhverfisleiðbeiningar fyrir 27 milljónir manna.

Svansmerkið sem nú á 30 ár að baki er orðið fullvaxið og tilvist þess er mikilvæg. Það leiðbeinir framleiðendum og neytendum um umhverfisvænt val sem gagnast hverjum og einum. Og það stuðlar með beinum hætti að því að draga úr losun, bæta nýtingu auðlinda og draga úr notkun efna sem eru skaðleg heilsu og umhverfi, auk þess að styrkja líffræðilega fjölbreytni á öllum Norðurlöndum.