Lífeyrir á Álandseyjum

Pension på Åland
Hér má lesa um lífeyri á Álandseyjum og í Finnlandi, lífeyrisgreiðslur frá öðrum löndum, lífeyrisgreiðslur frá Svíþjóð og skattlagningu lífeyrisgreiðslna frá norrænum löndum.

Finnska lífeyriskerfið gildir á Álandseyjum. Landsstjórn Álandseyja heldur úti eigin lífeyriskerfi fyrir starfsfólk sitt og er það í samræmi við finnsk lög.

Hvað verður um lífeyrinn ef ég flyt til Álandseyja og byrja að vinna þar eftir að hafa áður starfað í Svíþjóð?

Þegar þú hefur fengið finnska kennitölu þarftu að tilkynna þig hjá tryggingastofnuninni Folkpensionsanstalten (FPA) í Maríuhöfn, Nygatan 7, og fylla út eyðublað Y77. Þú verður skráð(ur) sem tryggður einstaklingur í Finnlandi / á Álandseyjum og færð FPA-kort á grundvelli þess. Þetta skiptir miklu máli þegar lífeyrisgreiðslur hefjast. Þú færð lífeyrisgreiðslur frá Svíþjóð fyrir þá vinnu sem þú vannst þar á sama tíma og þú færð lífeyri frá Álandseyjum (Finnlandi). Þú þarft þó að skila inn umsókn um þetta og taka þar fram á hvaða tímabilum þú starfaðir í Svíþjóð og á Álandseyjum.

Býrðu á Álandseyjum og færð lífeyri frá öðru norrænu landi?

Þessir tveir tenglar eru fyrir þau sem búa á Álandseyjum (Finnlandi) og fá lífeyri frá öðru norrænu landi og þau sem búa í einu norrænu landi (Álandseyjum) og fá lífeyri frá Svíþjóð. Upplýsingarnar eru um skattlagningu lífeyrisgreiðslna.

Nánari upplýsingar:

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um lífeyri geturðu haft samband við lífeyrismálastofnun (Pensionsskyddscentralen)

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna