Lífeyriskerfið í Svíþjóð

Det svenske pensionssystem
Hér er að finna upplýsingar um mismundandi lífeyri í Svíþjóð og um það hvernig lífeyrisréttur er áunninn.

Til þess að eiga rétt á opinberum lífeyri í Svíþjóð þarf að vera aðili að sænskum almannatryggingum. Aðild fæst annað hvort með því að starfa, eiga heimili eða vera skráð/ur í Svíþjóð.

Sé hætt að starfa í Svíþjóð, störf hafin í öðru landi eða flutt frá Svíþjóð haldast áunnin lífeyrisréttindi.

Sænska lífeyriskerfið er þrískipt, ellilífeyrir (allmän pension) frá lífeyrisstofnuninni (Pensionsmyndigheten), vinnumarkaðslífeyrir frá atvinnurekanda og í sumum tilvikum eigin lífeyrissparnaður.

Ellilífeyrir frá sænska ríkinu

Sænska lífeyrisstofnunin, Pensionsmyndigheten, hefur umsjón með ellilífeyri frá ríkinu. Hann byggir á tekjum viðkomandi og er tvískiptur, annars vegar tekjutengdur lífeyrir (indkomstpension) og hins vegar skyldubundinn viðbótarlífeyrir (premiepension).

Í ellilífeyrir felast nokkrir þættir sem tengjast því hvenær viðkomandi er fæddur og lágum tekjum eða tekjuleysi. Þessir þættir eru lágmarkslífeyrir (garantipension), tekjutengdur viðbótarlífeyrir (inkomstpensionstillägg), húsnæðisstyrkur (bostadstilläg) og framfærslustyrkur aldraðra (äldreförsörjningsstöd).

Í ellilífeyri felst einnig aðstandandalífeyrir sem er fjárhagsaðstoð ef nákominn ættingi deyr. Aðstandandalífeyrir samanstendur af barnalífeyri, breytingalífeyri og ekkjulífeyri.

Vinnumarkaðslífeyrir frá atvinnurekanda í Svíþjóð

Flest fólk fær einnig greiddan vinnumarkaðslífeyri frá atvinnurekanda. Einstaklingur sem hefur starfað á mismunandi stöðum fær vinnumarkaðslífeyri frá mismunandi lífeyrissjóðum eftir því hvar atvinnurekendur þeirra hafa haft samninga.

Í Svíþjóð eru fjórir stórir vinnumarkaðslífeyrissamningar. Það veltur á því hvar einstaklingur starfar og hvort atvinnurekandi hans er með samning undir hvaða samning viðkomandi heyrir. Þessir fjórir vinnumarkaðslífeyrissamningar ná til starfsmanna sveitarfélaga og landshlutastjórna, ríkisstarfsmanna, embættismanna í einkageiranum eða launþega í einkageiranum. Atvinnurekendur geta einnig farið aðrar leiðir varðandi vinnumarkaðslífeyri.

Það veltur á því í hvaða geira atvinnulífsins einstaklingur starfar og hvenær hann er fæddur hvaða vinnumarkaðslífeyrissamning hann heyrir undir.

Vakni spurningar um vinnumarkaðslífeyri er hægt að leita til atvinnurekanda, lífeyrissjóðs eða þjónustumiðstöðvar lífeyrismála (valcentral) eftir því undir hvaða vinnumarkaðslífeyrissamning viðkomandi heyrir.

Viðbótarlífeyrissparnaður í Svíþjóð

Einnig er hægt að vera með viðbótarlífeyrissparnað og spara sjálf/ur gegnum banka eða tryggingafélag í Svíþjóð. Þetta er valfrjáls sparnaður

Hægt er að fara mismunandi leiðir varðandi þennan persónulega lífeyrissparnað. Sem dæmi um viðbótarlífeyrissparnað til langs tíma er má nefna að leggja peninga inn á fjárfestingareikning (investeringssparkonto eða ISK) eða safna gegnum söfnunartryggingu.

Einnig er hægt að spara til framtíðar með því að greiða niður húsnæðislán.

Sjáðu hvað þú færð háan lífeyri

Ef þú ert með rafræn skilríki á borð við BankID, Freja eID+ eða Foreign eID getur þú skráð þig inn á vefinn pensionsmyndigheten.se og reiknað út hvað þú færð háan lífeyri á mánuði þegar þú nærð lífeyrisaldri. Spáin sýnir ellilífeyri, vinnumarkaðslífeyri og viðbótarlífeyri, sé slíkur sparnaður fyrir hendi. Aðeins er reiknað með þeim lífeyri sem er áunninn í Svíþjóð.

Einnig fær viðkomandi árlega skýrslu frá Pensionsmyndigheten og mögulegum lífeyrissjóðum þar sem kemur fram hversu mikill lífeyrirréttur hefur áunnist ár hvert. Ef þú ert ekki viss um hvort þú eigir vinnumarkaðslífeyri skaltu hafa samband við vinnustaðinn þinn.

Sænskur ellilífeyrir til þeirra sem eiga heima utan Svíþjóðar

Hægt er að flytja allan tekjutengdan lífeyri sem hefur áunnist í Svíþjóð úr landi. Taka ellilífeyris getur hafist mánuðinn sem 63 ára aldri er náð fyrir fólk sem er fætt árið 1961 eða 1962, rétt eins og gildir fyrir fólk sem er búsett í Svíþjóð. Annað gildir um fólk sem fæddist síðar.

Athygli er vakin á að því seinna sem taka lífeyris hefst því hærri verður hann, þar sem lífeyririnn er greiddur út á færri árum.

Svona er sótt um sænskan lífeyri ef viðkomandi er búsettur utan Svíþjóðar

Einstaklingur sem er búsettur í norrænu ríkjunum eða hefur verið almannatryggður gegnum starf í því landi sem hann á nú heima, skal hafa samband við lífeyrisstjórnvaldið í því landi sem við á til þess að sækja um sænskan lífeyri.

Erlenda lífeyrisstjórnvaldið sendir umsóknina til Pensionsmyndigheten í Svíþjóð þar sem réttindi viðkomandi eru könnuð og ellilífeyririnn greiddur. Málsmeðferðartími frá því að umsókn berst til Pensionsmyndigheten þar til viðkomandi fær fyrstu lífeyrisgreiðsluna er yfirleitt um fjórir mánuðir en í einhverjum tilvikum getur þetta tekið sex mánuði eða meira.

Þú haldið tekjutengdu lífeyri, skyldubundnum viðbótarlífeyri og viðbótarlífeyri óháð því hvaða lands þú flytur til.

Ef þú býrð utan Svíþjóðar áttu ekki rétt á sænskum lágmarkslífeyri. Þú getur aðeins átt rétt á sænskum lágmarkslífeyri ef þú hefur litlar eða engar atvinnutekjur og býrð í Svíþjóð. Ef þú flytur til annars lands missir þú rétt þinn til lágmarkslífeyris og hættir að fá hann greiddan út.

Hvert er hægt að snúa sér með spurningar?

Hafa skal samband við atvinnurekanda eða lífeyrissjóðinn ef spurningar vakna um vinnumarkaðslífeyri eða viðbótarlífeyrissparnað.

Nánari upplýsingar

Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna