Lyf og niðurgreiðsla lyfjakostnaðar í Finnlandi

Lääkkeet ja lääkekorvaukset Suomessa
Photographer
Roberto Sorin on Unsplash
Hér er sagt fjá lyfjum, lyfseðlum og rétti á að fá lyfjakostnað niðurgreiddan í Finnlandi. Einnig segir frá því hvað þú þarft að gera ef þú ert með lyfseðil frá öðru landi eða ætlar að ferðast með lyfin þín.

Lyflækningar falla undir almenna heilbrigðisþjónustu í Finnlandi. Lyf sem gefin eru á sjúkrahúsum og öðrum meðferðarstofnunum í Finnlandi eru hluti af meðferð þar og innifalin í almennu gjaldi. Ekki er rukkað sérstaklega fyrir lyf sem þér eru gefin þegar þú býrð í Finnlandi eða átt rétt á heilbrigðisþjónustu í Finnlandi. Nánari upplýsingar eru á síðunni Réttur til heilbrigðisþjónustu í Finnlandi.

Þú þarft sjálf(t)(ur) að sækja í apótek þau lyf sem þú notar utan sjúkrahúsa. Finnska almannatryggingastofnunin (Kela) niðurgreiðir lyfjakostnað fólks sem býr í Finnlandi og er sjúkratryggt þar. Þú getur líka fengið niðurgreiðslu lyfjakostnaðar hjá Kela ef þú átt rétt á heilbrigðisþjónustu í Finnlandi á grundvelli reglugerða ESB eða alþjóðlegra sáttmála. Nánari upplýsingar eru á vefnum EU-healthcare.fi.

Niðurgreiðsla lyfjakostnaðar í Finnlandi

Kela niðurgreiðir kostnað vegna lyfja, bætiefna og húðsmyrsla sem hefur verið ávísað vegna sjúkdómsmeðferðar fyrir fólk sem býr í Finnlandi og er sjúkratryggt þar. Í sumum tilvikum er hægt að endurgreiða slíkan kostnað á grundvelli reglugerða ESB eða alþjóðlegra sáttmála.

Oft er hægt að fá niðurgreiðsluna beint þegar verslað er í apótekinu. Um lyfjaniðurgreiðslu gildir upphafssjálfsábyrgð sem nemur 50 evrum á dagatalsári og einnig sjálfsábyrgð á ársgrundvelli, eða svonefnt lyfjaþak. Nánari upplýsingar  eru á síðunni EU-healthcare.fi og á vefsvæði Kela.

Lyfjakaup með erlendum lyfseðli í Finnlandi

Þú getur keypt lyf í Finnlandi með lyfseðli sem gefinn var út í öðru ESB- eða EES- landi eða Sviss, ef sala á lyfinu er leyfð í Finnlandi. Lyfseðillinn þarf að innihalda vissar lágmarksupplýsingar sem hægt er að kynna sér á síðunni EU-healthcare.fi.

Ekki er hægt að nota rafræna lyfseðla á milli norrænu landanna, en unnið er að því að taka slíka þjónustu í notkun.

Innflutningur lyfja til Finnlands

Leyfilegt er að flytja lyfseðilsskyld lyf og snyrtivörur milli landa ESB og EES til persónulegra nota. Magnið má nema birgðum til eins árs að hámarki. Þú gætir þurft að sanna að lyfinu hafi verið ávísað til þinna persónulegu nota. Það getur þú til dæmis gert með því að sýna miðann á umbúðum lyfsins, lyfseðil eða læknisvottorð. Nánari upplýsingar eru á vefsvæði Fimea, öryggis- og þróunarmiðstöðvar lyfjamála í Finnlandi, og á síðum sem fjalla um tollareglur í mismunandi löndum.

Ef þú pantar lyf í pósti til Finnlands máttu taka við í mesta lagi þriggja mánaða skammti í einu. Nánari upplýsingar eru á vefsvæði Fimea.

Nánari upplýsingar

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna