Tollareglur í Svíþjóð

Toldregler i Sverige
Hér geturðu lesið um tollareglur um innflutning á vörum og búslóð til Svíþjóðar.

Mismunandi reglur gilda um hvað má hafa með sér tollfrjálst þegar flutt er til Svíþjóðar frá landi innan ESB eða lands sem ekki er í ESB.

Tollar þegar flutt er til Svíþjóðar frá landi innan ESB

Ef flutt er til Svíþjóðar frá Danmörku eða Finnlandi þarf ekki að greiða tolla af persónulegum eigum þar sem engir tollar eru á milli aðildarríkja ESB. Ekki þarf heldur að skila innflutningsskýrslu.

Ef þú tekur bíl eða annað ökutæki með þér þegar þú flytur til Svíþjóðar þarftu að skrá ökutækið hjá Transportstyrelsen og ef þú flytur frá Svíþjóð þarftu að afskrá það.

Tollar þegar flutt er til Svíþjóðar frá landi utan ESB

Ef flutt er frá landi utan ESB, eins og Íslandi eða Noregi, er einnig mögulegt að fá undanþágu frá greiðslu tolla af persónulegum eigum. Þá þarf viðkomandi hvorki að greiða toll né virðisaukaskatt þegar komið er með búslóðina til Svíþjóðar. Persónulegar eigur eru eigur sem eru hluti af búslóð, svo sem búsáhöld, sængurföt, húsgögn, persónulegir munir, reiðhjól, ökutæki og gæludýr. Til þess að fá undanþágu frá greiðslu tolla þarf viðkomandi einstaklingur og fjölskylda hans að hafa notað hlutina persónulega eða haft þá á heimilinu.

Álandseyjar eru utan skattasvæðis ESB og eru undanskildar skattareglum ESB. Þegar flutt er milli Svíþjóðar og Álandseyja gilda sömu reglur og þegar flutt er milli Svíþjóðar og lands sem er utan ESB.

Ef þú flytur til Svíþjóðar frá landi utan ESB og vilt fá undanþágu frá greiðslu tolla af persónulegum eignum þínum („flyttsakstullfrihet“) eða undanþágu frá tollum og virðisaukaskatti er krafan sú að þú munir búa í Svíþjóð í að minnsta kosti eitt ár.

Mismunandi reglur gilda eftir því hvort verið er að flytja, flytja aftur til Svíþjóðar eða flytja vegna hjúskapar eða náms. Nánari upplýsingar um reglurnar eru á vefsíðu tollstjóra (Tullverket).

Sænskar tollareglur gilda þegar þú verslar á netinu og í öðru löndum

Reglur og gjöld sem gilda þegar vörur eru keyptar á netinu frá öðru landi fara eftir því hvaða landi er keypt frá og hvaða vara er keypt. Á vefsíðu Tullverket er að finna upplýsingar um verslun á netinu innan og utan ESB.

Þegar þú verslar í öðru landi gilda mismunandi reglur eftir því hvaða vara er keypt og við hvaða land er verslað. Þú gætir þurft að tilkynna vörurnar til tollyfirvalda í Svíþjóð eða greiða gjöld. Tullverket kann að ganga úr skugga um að þú flytjir ekki inn ólöglegan varning.

Sérstaklegar innflutningsreglur í Svíþjóð

Einstaklingum sem hafa með sér dýr, vopn, lyf, matvæli, áfengi eða tóbak þegar þeir koma til Svíþjóðar frá útlöndum ber alltaf að sækja um leyfi fyrir innflutningnum vegna þess að þessar eigur falla undir sérstakar innflutningsreglur.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna