Stéttarfélög í Svíþjóð

Fagforeninger i Sverige
Hér geturðu lesið meira um stéttarfélög og landssambönd þeirra í Svíþjóð.

Stéttarfélög gæta hagsmuna félagsmanna á vinnustaðnum.

Eitt mikilvægasta verkefni stéttarfélaga er að fá alla vinnustaði til að undirrita kjarasamninga og taka þátt í að bæta þá jafnframt því að stuðla að lausn á launadeilum.

Upplýsingar um réttindi þín og skyldur sem launamanns veitir landssamband stéttarfélaga eða stéttarfélag sem tengist viðkomandi atvinnugrein eða fagsviði.

Landssambönd stéttarfélaga

Stéttarfélög mynda starfsgreinasambönd og starfsgreinasambönd mynda landssambönd starfsgreinasambanda. Landssamböndin og aðildarfélög þeirra annast til að mynda samningaviðræður um almenn launa- og starfskjör.

Í Svíþjóð eru landssamböndin þrjú: Stærstu landssamböndin eru miðstýrð en þú finnur að öllum líkindum starfsgrein þína í einu þeirra:

Félagsmenn Landsorganisationen i Sverige (LO) eru launafólk á opinberum og almennum vinnumarkaði, faglært verkafólk og sérþjálfað starfsfólk, til að mynda sjúkraliðar, bifvélavirkjar, starfsfólk í veitingageira, uppeldisfræðingar og starfsfólk í verksmiðjum.

  Félagsmenn Tjänstemännens Centralorganisation (TCO) oru launafólk á opinberum og almennum vinnumarkað, almennt skrifstofufólk og annað starfsfólk, til að mynda verkfræðingar, hjúkrunarfræðingar, blaðamenn, kennarar, lögreglumenn og hagfræðingar.

   Félagsmenn Sveriges Akademikers Centralorganisation (SACO) eru háskólamenntað launafólk á opinberum og almennum vinnumarkaði, til að mynda viðskiptafræðingar, lögfræðingar, sjúkraþjálfarar og kennarar.

    Landssamböndin geta vísað þér á starfsgreinasambönd sem tengjast tilteknum atvinnugreinum eða fagsviðum.

    Ef þú ert í atvinnuleit eða vinnur í hótel- og veitingageira eða í ferðaþjónustu þá hafa nokkur starfsgreinasambönd á Norðurlöndum gert lítinn leiðarvísi fyrir starfsfólk sem fer milli landa til vinnu í þessum starfsgreinum.

     Samband við yfirvöld
     Spurning til Info Norden

     Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

     ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

     Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
     Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna