Stéttarfélög í Svíþjóð

Öllum sem starfa í Svíþjóð er frjálst að velja hvort þeir vilja vera aðilar að stéttarfélagi. Stéttarfélag er félag sem vinnur að því að bæta kjör vinnandi fólks, hvort sem það er launafólk eða sjálfstætt starfandi.
Stéttarfélögin í Svíþjóð vinna að því að tryggja að kjarasamningar nái til allra sænskra vinnustaða og tryggja vinnandi fólki sem best kjör.
Meðlimir sænskra stéttarfélaga geta fengið aðstoð og stuðning í tengslum við laun, samninga, ráðningarkjör og starfsmenntun í Svíþjóð. Einnig er hægt að fá lögfræðiráðgjöf og upplýsingar um hvaða reglur gilda um vinnuaðstæður í Svíþjóð.
Að búa erlendis og ferðast til vinnu í Svíþjóð
Ef þú vilt ganga í stéttarfélag er meginreglan sú að þú þarft að vera meðlimur stéttarfélags í því landi sem þú starfar í, jafnvel þótt þú búir ekki í því landi.
Ef þú starfar í Svíþjóð og vilt vera í stéttarfélagi þarf stéttarfélagið að vera sænskt. Sænsku stéttarfélögin hafa góða innsýn í starfskjör á sænskum vinnumarkaði og þau geta gefið þér bestu ráðleggingarnar á þessu sviði.
Ef þú byrjar að starfa í Svíþjóð og velur að vera áfram í stéttarfélagi í heimalandi þínu getur það ekki haft áhrif á starfs- og launakjör þín á sænskum vinnustað.
Sum stéttarfög á Norðurlöndum hafa gert samstarfssamninga við stéttarfélög í öðrum löndum og geta boðið upp á gestaaðild. Hafðu samband við stéttarfélagið þitt til að fá upplýsingar um hvort það sé í samstarfi við stéttarfélag í Svíþjóð.
Iðgjöld stéttarfélaga í Svíþjóð eru mismunandi. Sum þeirra bjóða einnig upp á tryggingar og önnur kjör.
Landssambönd stéttarfélaga í Svíþjóð
Stéttarfélög í Svíþjóð eru oft bundin við sérstakt starfssvið.
Stéttarfélög mynda starfsgreinasambönd og starfsgreinasambönd mynda landssambönd starfsgreinasambanda. Landssamböndin og aðildarfélög þeirra annast samningaviðræður um almenn launa- og starfskjör.
Í Svíþjóð eru landssamtökin þrjú: LO, TCO og SACO.
LO er Landsorganisationen i Sverige. Þetta eru samtök launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði, faglærðs verkafólks og sérþjálfaðs starfsfólks, til að mynda sjúkraliða, bifvélavirkja, starfsfólks í veitingageira, uppeldisfræðingar og starfsfólks í verksmiðjum.
TCO er Tjänstemännens Centralorganisation. Þetta eru samtök launafólks á opinberum og almennum vinnumarkað, almenns skrifstofufólks og annars starfsfólks, til að mynda verkfræðinga, hjúkrunarfræðinga, blaðamanna, kennara, lögreglumanna og hagfræðinga.
SACO er Sveriges Akademikers Centralorganisation. Þetta eru samtök háskólamenntaðs launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði, til að mynda viðskiptafræðinga, lögfræðinga, sjúkraþjálfara og kennara.
Þú finnur stéttarfélag þinnar atvinnugreinar innan eins þessara landssamtaka.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.