Stéttarfélög í Svíþjóð

Tre personer arbejder ved computer
Photographer
Icons8 Team/Unsplash
Þegar byrjað er að vinna í Svíþjóð vakna eflaust spurningar um ráðningarkjör, laun, samninga og starfsskilyrði. Aðild að sænsku stéttarfélagi getur auðveldað þér ýmislegt í tengslum við ráðningar- og launakjör í Svíþjóð.

Ef þú starfar í Svíþjóð þarftu að ákveða hvort þú viljir eiga aðild að sænsku stéttarfélagi. Öllum sem starfa í Svíþjóð er frjálst að velja hvort þeir vilja eiga aðild að stéttarfélagi. Ef þú átt aðild að stéttarfélagi getur þú fengið aðstoð og stuðning ef þú hefur spurningar um laun, ráðningarkjör og margt fleira í Svíþjóð.

Hvað er stéttarfélag?

Stéttarfélag er félag sem vinnur að því að bæta starfskjör vinnandi fólks, hvort sem það er í vinnu hjá öðrum eða sjálfstætt starfandi. Stéttarfélögin í Svíþjóð vinna að því að tryggja að kjarasamningar nái til allra vinnustaða í landinu og að þeir bjóði góð starfsskilyrði og sem best kjör fyrir vinnandi fólk.

Hvernig geta sænsk stéttarfélög aðstoðað þig?

Félagar sænskra stéttarfélaga geta fengið aðstoð og stuðning í tengslum við laun, ráðningarkjör og tækifæri til endurmenntunar í Svíþjóð. Einnig er hægt að fá lögfræðiráðgjöf og upplýsingar um vinnustaðalöggjöf í Svíþjóð.

Hvernig virkar þetta ef þú býrð erlendis og starfar í Svíþjóð?

Ef þú vilt ganga í stéttarfélag er meginreglan þarf það yfirleitt að í því landi sem þú starfar í, jafnvel þótt þú búir ekki þar. Ef þú starfar í Svíþjóð og vilt vera í stéttarfélagi þarftu því að ganga í sænskt stéttarfélag. Sænsku stéttarfélögin hafa góða þekkingu á vinnuumhverfinu í Svíþjóð og geta gefið þér bestu ráðleggingarnar um starfsskilyrði í landinu.

Ef þú heldur aðild þinni að stéttarfélagi í heimlandi þínu og byrjar að starfa í Svíþjóð hefur stéttarfélagið í heimalandinu engin áhrif á starfs- og launakjör þín á sænskum vinnustað. Sum stéttarfélög á Norðurlöndum hafa þó gert með sér samstarfssamninga, svo þú getur spurt stéttarfélagið þitt um hvort þau starfi með sænsku stéttarfélagi.

Hvað kostar að vera í sænsku stéttarfélagi?

Verð fyrir aðild að sænskum stéttarfélögum eru mismunandi. Sum sænsk stéttarfélög bjóða einnig upp á tryggingar og önnur kjör sem þú gætir haft áhuga á.

Þrjú stærstu landssambönd stéttarfélaga í Svíþjóð

Í Svíþjóð eru þrjú stór landssamtök stéttarfélaga: LO, TCO og SACO. Þessi samtök bera ábyrgð á því að eiga í samningaviðræðum um kjarasamninga sem kveða á um laun- og starfsskilyrði í mismunandi starfaflokkum.

  • Félagsmenn Landsorganisationen i Sverige (LO) eru faglært launafólk á opinberum og almennum vinnumarkaði, sérþjálfað starfsfólk og skrifstofufólk, til að mynda sjúkraliðar, bifvélavirkjar, starfsfólk í veitingageira, uppeldisfræðingar og starfsfólk í verksmiðjum.
  • Félagsmenn TCO (Tjänstemännens centralorganisation) eru skrifstofufólk og embættismenn á opinberum og almennum vinnumarkaði, til að mynda verkfræðingar, hjúkrunarfræðingar, blaðamenn, kennarar, lögreglumenn og hagfræðingar.
  • Félagsmenn SACO (Sveriges akademikers centralorganisation) eru háskólamenntað launafólk á opinberum og almennum vinnumarkaði, til að mynda viðskiptafræðingar, lögfræðingar, sjúkraþjálfarar og kennarar.

Þú finnur stéttarfélag þinnar starfsgreinar innan einna þessara landssamtaka.

Finndu þitt stéttarfélag
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna