Norrænt samstarf um málefni fólks með fötlun

Handicap rullestol sport
Photographer
Audi Nissen
Norrænt samstarf um málefni fólks með fötlun stuðlar að þátttöku fólks með fötlun gegnum öfluga þekkingarmiðlun og náið samstarf um stefnumótun um málefni fólks með fötlun. Meðal annars er fyrir hendi ráðgjöf og aðgerðaáætlun sem hefur þrjú áherslusvið: Mannréttindi, Sjálfbær þróun og Frjáls för.

Meginreglan í norrænum velferðarsamfélögum er að íbúar njóti jafnra tækifæra og öryggis óháð kyni, uppruna, trúarbrögðum, lífsskoðun, líkamlegu og andlegu atgervi, aldri eða kynhneigð. Félagsleg réttindi veita öllum jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, menntun, menningu og atvinnu. Engin skulu skilinn út utan.

Mannréttindi og hlutdeild eru viðteknar meginreglur í norrænni samvinnu um fötlunarmál. Norðurlöndin vinna að sjálfbærri samfélagsþróun sem byggist á tækifærum íbúanna til einstaklingsfrelsis og sjálfseflingar. Mikilvæg meginregla er að fólk með fötlun taki þátt í stefnumótun um málaflokkinn. Samráð milli opinberra aðila og félagasamtaka skiptir sköpum.

Norrænt samstarf um fötlunarmál fer einkum fram samkvæmt norrænni samstarfsáætlun um fötlunarmál, í Norræna ráðinu um málefni fatlaðs fólks (fötlunarráðinu) sem veitir ráðgjöf í öllu opinberu norrænu samstarfi, með styrkjakerfi fyrir norrænt samstarf öryrkjasamtaka og norrænni starfsemi fyrir fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

Norrænt samstarf um málefni fólks með fötlun er til hagsbóta fyrir löndin með því að bætast við og efla starf sem fram fer í löndunum um inngildingu fólks með fötlun á öllum sviðum samfélagsins.

Samþætting fötlunarsjónarmiða í hina ýmsu málaflokka krefst þverfaglegs samstarfs. Norræna ráðherranefndin vinnur skipulega að eflingu fötlunarsjónarmiða í öllum viðeigandi málaflokkum. Samþætting fötlunarsjónamiða í norrænu ríkisstjórnasamstarfi snýst um vitundarvakningu, samþættingu og eftirfylgni fötlunarsjónarmiða í málaflokkunum og innra starfi að aðgengi á skrifstofu og hjá stofnunum Norrænu ráðherranefndarinnar.

Tenglar

Framkvæmdaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um framtíðarsýn fyrir árið 2030

Í framkvæmdaáætluninni er því lýst hvernig Norræna ráðherranefndin mun vinna að því að uppfylla markmið framtíðarsýnarinnar með röð verkefna sem tengjast þremur stefnumarkandi áherslum: Græn Norðurlönd, samkeppnishæf Norðurlönd og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Tólf markmið hafa verið sett fyrir þessar stefnumarkandi áherslur. Stefnumarkandi áherslurnar og markmiðin munu vísa veginn í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar næstu fjögur árin. Framkvæmdaáætlunin er í tólf hlutum og fjallar hver þeirra um eitt hinna tólf markmiða.