Ný aðgerðaáætlun vegna fólks með fötlun á Norðurlöndum

23.08.18 | Fréttir
Handicap rullestol sport
Ljósmyndari
Audi Nissen
Ný aðgerðaáætlun vegna fólks með fötlun var nýverið kynnt á fundi fötlunarnefndar Norrænu ráðherranefndarinnar í Sisimut á Grænlandi. Tilgangurinn með aðgerðaáætluninni er meðal annars að ryðja úr vegi hindrunum fyrir fólk með fötlun og um leið að auka aðgengi annarra líka.

Ný aðgerðaáætlun vegna fólks með fötlun var nýverið kynnt á fundi fötlunarnefndar Norrænu ráðherranefndarinnar í Sisimut á Grænlandi. Tilgangurinn með aðgerðaáætluninni er meðal annars að ryðja úr vegi hindrunum fyrir fólk með fötlun og um leið að auka aðgengi annarra líka.

Við viljum ryðja úr vegi þeim hindrunum sem enn eru fyrir hendi hjá fólki með fötlun,“ segi Ola Balke frá Þátttökustofnuninni í Svíþjóð en hann er formaður fötlunarnefndar Norrænu ráðherranefndarinnar í formennskutíð Svíþjóðar 2018. Í aðgerðaáætluninni eru þrjú áherslusvið sem móta norrænt samstarf milli regnhlífasamtaka á þessu sviði, fulltrúa ríkisstjórna og annarra sérfræðinga. Áherslusviðin eru:

  • Mannréttindi

Að styðja og styrkja vinnuna við að innleiða og fylgja eftir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í norrænu ríkjunum.

  • Sjálfbær þróun

Að nota alþjóðleg módel til þess að styrkja aðlögun, auka jafnrétti og vinna gegn mismunun fólks með fötlun í öllum hlutum norræns samfélags með því að samþætta sjónarmið sem snúa að fötlun í vinnunni að sjálfbærri þróun.

  • Frjáls för

Að auka frjálsa för og útrýma stjórnsýsluhindrunum sem varða sérstaklega fólk með fötlun.

Við viljum ryðja úr vegi þeim hindrunum sem enn eru til staðar hjá fólki með fötlun

Ola Balke

Til bóta fyrir einstaklinginn

Tilgangur aðgerðaáætlunarinnar er að stuðla að aðlögun fólks með fötlun með aukinni norrænni þekkingarmiðlun og nánara samstarfi um stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks. „Aðgerðaáætlunin er miðlæg samstarfsáætlun sem mun verða einstaklingum til gagns, þjóðunum og Norðurlöndunum sem svæði,“ segir Ola Balke. Norrænu samstarfi á þessu sviði er meðal annars ætlað að:

  • vera þjóðunum til gagns og bæta líf norrænna borgara sem búa við fötlun
  • bæta og styrkja þá ferla sem fyrir hendi eru í löndunum og hafa aðlögun á öllum sviðum samfélagsins að markmiði
  • dýpka og mynda samlegðaráhrif í tengslum við annað alþjóðlegt samstarf og ferla sem hafa aðlögun að leiðarljósi
  • skapa forsendur fyrir miðlun reynslu, viðhaldi sérhæfðrar þekkingar og þróun aðferða til að aðlaga fólk með fötlun á ýmsum sviðum stefnumótunar og í tilteknu samhengi 
  • samþætta með afgerandi hætti sjónarmið um jafnrétti milli karla og kvenna, stúlkna og drengja, réttindi barna og ungmenna og sjálfbæra þróun í starfsemi sinni.

Grænland bætir aðstæður fólks með fötlun

Á Grænlandi þar sem fötlunarráð Norrænu ráðherranefndarinnar kynnti nýverið aðgerðaáætlunina í Sisimut hefur ríkisstjórnin bætt aðstæður fólks með fötlun. Til dæmis hefur verið opnuð ný miðstöð fyrir fólk með fötlun sem þjónar öllu landinu, grænlenska ríkisstjórnin hefur hefur skipað talsmann Tilioq í málaflokknum og skipulögð hefur verið námsstefna með áherslu á þjónustu við fólk með fötlun á strjálbýlum svæðum.