70 tillögur að tilnefningum til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2024

30.05.24 | Fréttir
miljøpris 2024 bæredygtig byggeri

Ted Lindroos / Midjourney AI genererad bild

Ljósmyndari
Ted Lindroos / Midjourney AI genererad bild
Alls bárust tillögur að 70 aðilum sem vinna að sjálfbærari byggingariðnaði til að tilnefna til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2024. Hér er listinn í heild.

Tillögurnar 70 koma víðs vegar að á Norðurlöndum og veita einstaka og áhugaverða innsýn í norræn verkefni á sviði sjálfbærrar byggingarstarfsemi sem er þema ársins í ár.

Ferlið er opið og er öllum frjálst að senda inn tillögur að tilnefningum til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Hægt var að senda inn tillögur að byggingum, innviðum, einstaklingum eða fyrirtækjum. 75 tillögur bárust og skiptast þær á 70 kandídata.

28. júní kemur í ljós hver þessara 70 verkefna verða tilnefnd til verðlaunanna.

Hér má lesa nánar um þema ársins (smellið til að lesa)

Í ár snúast umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs um sjálfbæra byggingarstarfsemi og er sérstök áhersla lögð á aðlögunarhæfan og endurnýtandi arkítektúr. Hægt var að senda inn tillögur að byggingum, innviðum, einstaklingum eða fyrirtækjum.

Íbúum heims heldur áfram að fjölga og samhliða því þarf að byggja nýtt íbúðarhúsnæði og aðrar byggingar sem krefjast æ meira landsvæðis og náttúruauðlinda. Í dag má rekja fjörutíu prósent allrar kolefnislosunar í heiminum til byggingarstarfsemi. Sú þróun er ekki sjálfbær. Til þess að geta tekist á við loftslagsbreytingar og stöðvað hnignun líffræðilegrar fjölbreytni um leið og við tryggjum komandi kynslóðum grunnskilyrði til lífs, svo sem aðgengi að vatni, matvælum og orku, verðum við að breyta því hvernig við byggjum, búum og lifum.

Á síðustu árum hafa margvíslegar leiðir verið farnar til þess að auka sjálfbærni á sviði samfélagsskipulags, arkítektúrs og byggingarstarfsemi með það fyrir augum að koma í veg fyrir ofnýtingu náttúruauðlinda og umhverfisspjöll. Í nýbyggingum er markið þó sjaldan sett hærra en að gera byggingarnar skárri. Í ljósi þess að farið er yfir þolmörk jarðar á mörgum sviðum duga slík markmið ekki til.

Ef við ætlum okkur að ná loftslags- og umhverfismarkmiðum heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og um leið stuðla að félags- og umhverfislegri sjálfbærni nægir ekki að reisa bara nýjar og umhverfisvænar byggingar. Það er ekki nóg að viðhalda ástandinu í umhverfismálum. Við þurfum líka að draga úr losun, endurnýta efni og nota endurnýjanlegar auðlindir. Grundvallarbreyting þarf að verða á nálgun okkar til þess að viðskiptalíkön og regluverk styðji við breytingarnar. Ýta þarf undir aðlögunarhæfan, endurnýtandi og endurnýjandi arkítektúr.

Endurnýtandi arkítektúr gengur út á að nýta byggingar sem fyrir eru með nýjum hætti til þess að aðlaga þær að nýjum þörfum í stað þess að rífa þær.

Endurnýjandi byggingar eru hannaðar með það fyrir augum að lágmarka neikvæð áhrif á vistkerfið og ná í heildina fram jákvæðum áhrifum á umhverfið. Í því felst að hannaðar eru byggingar þar sem ekki er aðeins notast við takmarkaðar auðlindir heldur er einnig hægt að endurnýta. Unnið er út frá virðiskeðju hringrásar strax frá upphafi. Litið er á byggingar sem hluta af stærra kerfi þar sem tilföng á borð við hreint vatn, orku og matvæli verða til.

Hér má sjá allar tillögur að tilnefningum til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2024:

Svíðþjóð

 • ETC Bygg 
 • Timber on top 
 • Tailor Made arkitekter
 • RECOMA
 • Renoveringsraseriet 
 • Amanda Borneke 
 • Parti Design
 • ACAN (Architects Climate Action Network) Sverige 
 • Svensk Live
 • Cathrine Bülow
 • Kroksjöns trä
 • Hållbart Stockholm 2030 (HS30)
 • Lumi i Uppsala
 • White Arkitekter
 • Matthew Jackson,  Zero construct 
 • Oskar Norelius og Robert Schmitz
 • Jacob Steen

Álandseyjar

 • Arvid og Johan Mörn
 • Löfbacka Traditionsbygg, eigandi Arne Nieland

Danmörk

 • Legacy App Aps
 • Emil Bier
 • Pihlmann Architects m. fl.
 • GRAPHISOFT Center Danmark
 • Bjarke Ingels Group
 • EFFEKT Arkitekter
 • Signe Wenneberg
 • RENCO 
 • Søuld Aps
 • VELUX A/S
 • Bygma Gruppen A/S
 • CEBRA
 • BIOSIS

Noregur

 • KAAK Bolig AS
 • Anne Aslaug Sverdrup-Thygeson
 • Polar Permaculture 
 • Veidekke Sirkulær AS
 • GC Rieber Eiendom AS
 • Sirkulær Ressurssentral
 • Kristine Nore
 • Norsk Kylling 
 • Oslotre AS
 • LPO arkitekter
 • GAIA arkitekter 
 • Rockpore AS

Finnland

 • Rakennusasiaintoimisto Aarre Oy
 • Kuljetusrinki Oy 
 • Liisa Akimof
 • Hyperion Robotics Oy 
 • Uula Tuote
 • Minna Aarnio, Aarre rakennusasiaintoimisto
 • Tampereen opiskelija-asuntosäätiö TOAS
 • Betolar Oyj
 • Föreningen Mässkär lotstation rf
 • Karoliina Saarniaho, Väylävirasto ja Janne Pesu, Suomen ympäristökeskus
 • alt Arkkitehdit Oy
 • JM Suomi Oy
 • Puistokatu 4 – Tieteen ja toivon talo
 • Rauman kaupunki / Karin Kampuksen energiantuotantojärjestelmä
 • Sisäilmatutkimuspalvelut Elisa Aattela Oy

Ísland

 • Lúdika arkitektar 
 • Jukka Heinonen & team
 • Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG)
 • Bambahús 
 • Akraneskaupstaður
 • ÚRBANISTAN
 • Anna María Bogadóttir
 • Arnhildur Pálmadóttir
 • Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, Build a Greener Future og Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, Askur Construction Research and Innovation fund
 • Rockpore ehf. og Gerosion ehf.

Færeyjar

 • Ósbjørn Jacobsen

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs voru fyrst veitt árið 1995 og markmiðið með þeim er að efla vitund um náttúru- og umhverfisvernd á Norðurlöndum.