Dagur Norðurlanda - sjálfbærni og brúarsmíð

18.03.19 | Fréttir
logo, logotype, svanen, logga
Photographer
Magnus Fröderberg/norden.org
Norræna ráðherranefndin heldur upp á Dag Norðurlanda föstudaginn 22. mars og laugardaginn 23. mars. Norðurlönd í brennidepli vekja athygli á deginum um öll Norðurlönd með viðburðum og umræðum. Meðal viðfangsefna eru hafið frá sjónarhóli sjálfbærni og norrænt samstarf í alþjóðlegu samhengi en á því sviði verður meðal annars rætt um Norðurlönd sem brúarsmiði á alþjóðavettvangi.

Ísland - heimsmarkmiðin og blátt haf 

Á föstudeginum verður megináhersla lögð á það hvernig nýting auðlinda hafsins getur verið sjálfbær á Norðurlöndum. Á viðburðinum verður meðal annars boðið upp á innsýn í þá áskorun sem plastið í hafinu er. Í íslensku formennskunni í Norrænu ráðherranefndinni er sérstök áhersla lögð á heimsmarkmiðin og blátt haf. 
Staður og stund: Föstudaginn 22.03 kl. 09.00 til 12.00 í Norræna húsinu í Reykjavík



Nánari upplýsingar

Á laugardeginum verður haldið upp á 100 ára afmæli Norræna félagsins. Rithöfundurinn Kristín Eiríksdóttir sem tilnefnd er til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 les upp úr bók sinni og rætt verður um norrænt samstarf.
Staður og stund: Laugardaginn 23. mars kl. 15.00 til 17.00 í Norræna húsinu í Reykjavík



Nánari upplýsingar

Finnland - Norðurlönd sem brúarsmiðir

Norrænu sendiherrarnir í Danmörku taka púlsinn á norrænu samstarfi í heimi sem stefnir ekki í átt til einföldunar. Nýi framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, Paula Lehtomäki, býður í kjölfarið til samstarfsnets.
Staður og stund: Norðurlandahúsið í Kaupmannahöfn 22. mars, kl. 14.00 il 15.30. Viðburðinum verður streymt 


Skráning

 

Danmörk - Norðurlönd í flóknum heimi

Norrænu sendiherrarnir í Danmörku taka púlsinn á norrænu samstarfi í heimi sem stefnir ekki í átt til einföldunar. Nýi framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, Paula Lehtomäki, býður í kjölfarið til samstarfsnets.

  • Staður og stund: Norðurlandahúsið í Kaupmannahöfn 22. mars, kl. 14.00 il 15.30.

Grænland - höggmyndir úr snjó og norrænt samstarf 

Á Grænlandi er haldið upp á Dag Norðurlanda í samstarfi við Snjóhöggmyndahátíðina í Nuuk. Norrænir listamenn munu keppa í því að búa til höggmyndir úr snjó. Tilgangur hátíðarinnar er að stefna saman margbreytileika, sköpun og gleði, segja forsvarsmenn Snjóhöggmyndahátíðarinnar í Nuuk.

  • Staður og stund: Við gömlu Atlant-höfnina 22. mars, kl. 13.00 til 16.00.

Alþjóðlegt – deildu þínum #TracesofNorth

Til er sérstakur norrænn hugsunarháttur og sýn á heiminn sem hefur markað spor um allan heim – við köllum þetta Traces of North. Á Degi Norðurlanda ýtir Norræna ráðherranefndin úr vör alþjóðlegu kynningarverkefni sínu, The Nordics, en þetta er herferð á samfélagsmiðlum þar sem við bjóðum öllum að deila norrænum sögum undir myllumerkinu #TracesofNorth.