Efni sem innihalda flúoríð menga fyrir milljarða evra ár hvert

14.03.19 | Fréttir
PFASs is large group of substances used in a wide range of industrial applications as well as in consumer products such as winter jackets to make them water- grease- and dirt repellent.

PFASs is large group of substances used in a wide range of industrial applications as well as in consumer products such as winter jackets to make them water- grease- and dirt repellent.

Ljósmyndari
Jumpstory

PFAS, er víðfeðmur flokkur efna sem notuð eru í miklum mæli bæði í iðnaði og í framleiðsluvörum sem fara beint til neytenda, svo sem í vetrarúlpur en þar er efnið notað til þess að gera þær vatns- og fitufráhrindandi.

Nú á dögum ber næstum allt fólk PFAS-efni í líkama sínum. Í nýrri norrænni skýrslu er árlegur heilsutengdur kostnaður vegna þessa metinn 2,8 – 4,6 milljarðar evra á Norðurlöndum og 52 – 84 milljarðar í EES-lönunum.

Perflúoruð alkýlsúlfónöt, PFAS eða efni sem innihalda flúoríð, (e. perfluoroalkyl og polyfluoroalkyl substance eða fluoroalkyl substances eða fluorinated substances) er víðfeðmur flokkur efna sem notuð eru í miklum mæli bæði í iðnaði og í framleiðsluvörum sem fara beint til neytenda, svo sem í vetrarúlpur en þar er efnið notað til þess að gera þær vatns- og fitufráhrindandi.

Útbreitt

Efni sem innihalda flúoríð hafa verið í brennidepli á alþjóðlegum vettvangi um nokkurt skeið. Efnin eyðast afar hægt í umhverfinu og sum þeirra safnast fyrir og eru eitruð. Þess vegna hafa verið kynntir alþjóðlegir sáttmálar og Evrópulöggjöf en losunin á sér enn stað.

Notkun PFSA er útbreidd og þessi efni brotna afar hægt niður í umhverfinu. Nú á dögum er nærri því allt fólk með PFSA í líkama sínum. Ástæðan er fyrst og fremst mengun drykkjarvatns. Efnið berst þó einnig eftir öðrum leiðum. Þegar þessi efni eru losuð út í umhverfið skapast hætta á því að valda langvarandi vanda vegna mengunar til dæmis á yfirborðs- og grunnvatni og í framhaldi af því drykkjarvatni. Heilsufars- og umhverfisvandamál byggjast þannig upp og viðhaldast um langan tíma.

Verulegur kostnaður

Heilsufarsleg einkenni sem tengd eru við losun efna sem innihalda flúoríð eru vaxandi. Niðurstöðurnar benda til þess að kostnaður vegna þessa sé verulegur.

Í Evrópu og Bandaríkjunum hefur hundruðum milljóna evra þegar verið varið í að bæta meðferð drykkjarvatns og í hreinsun á jarðvegi þar sem finna má efni sem innihalda flúoríð. Ef sambærilegar aðgerðir færu fram á öllum þeim svæðum sem talin eru menguð á Norðurlöndum myndi það kosta á bilinu frá 46 milljónum upp í 11 milljarða evra. Samsvarandi tölur fyrir EES-svæðið er metnar vera á bilinu 17–171 milljarður evra. Höfundar skýrslunnar leggja áherslu á að óvissa í þessu mati er fremur mikil. Þó er ekki óvarlegt að áætla á grundvelli fyrirliggjandi gagna að kostnaður muni fara yfir neðri mörkin og að gera megi ráð fyrir umhverfistengdum kostnaði á bilinu 10–20 milljarða evra fyrir allt EES-svæðið.

Vitundarvakning

Með þessari rannsókn liggur fyrir mat sem ætlað er að auka skilning á þeim kostnaði og langtímavandamálum sem notkun efna sem innihalda flúoríð geta valdið umhverfinu og heilsu manna. Upplýsingarnar má nota við vinnu að frekari áhættustýringu vegna efna sem innihalda flúoríð.

Verkefnið var unnið af sérfræðingum frá fyrirtækjunum Milieu og EMRC og fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni, efnavörustofnun Svíþjóðar og umhverfisverndarstofnun Danmerkur. Umhverfisstofnanir Noregs og Íslands studdu einnig verkefnið. 

Fleiri skýrslur sem varða PFAS á NordPub: