Frábær aðsókn í norrænar miðstöðvar COP26

08.11.21 | Fréttir
alt=""
Ljósmyndari
Matts Lindqvist / norden.org
Fyrsta vika norræna skálans á COP26 í Glasgow var vel heppnuð. Dagskráin hófst á föstudeginum í miðstöð loftlagsráðstefnunnar sem var opnuð í húsnæði Norrænu menningargáttarinnar í Helsinki.

Fólk streymdi að bæði á föstudaginn og laugardaginn; í skálanum í Glasgow vöru öll sæti tekin, nærri 300 manns fylgdust með viðburðinum í Helsinki og á samfélagsmiðlum náði dagskráin til um 100.000 manns.

Þau sem ekki gátu ferðast til Helsinki eða Glasgow geta horft á streymi frá öllum viðburðum okkar hjá samstarfsaðila okkar, We Don't Have Time.

Samræður milli aðila í öllum samfélagskimum

Ein stærsta frétt fyrstu vikunnar á norræna sviðinu var stofnsetning 130 milljarða Bandaríkjadala loftlagssjóðs norrænna lífeyrissjóða sem kynnt var af sex norrænum forsætisráðherrum og forseta Finnlands. Einnig var tilkynnt um að Grænland hefði gerst aðili að Parísarsamkomulaginu.

Á laugardeginum var boðið upp á þriggja klukkustunda spjallþáttinn Climate Action með gestum í bæði Glasgow og Helsinki þar sem meðal annars var rætt um markmið Norðurlanda í loftlagsmálum, breytingar á matvælakerfum, möguleika ungs fólks til að hafa áhrif og menningu sem verkfæri í loftlagsmálum.

„Í skálanum hafa komið saman manneskjur frá öllum heimshornum og hann hefur verið frábær vitnisburður um norræna þekkingu og norræn verkefni. Við erum virkilega stolt af því að hafa tekist að skapa samræður milli aðila í öllum kimum samfélagsins; stjórnmálamanna, stofnana og samtaka, ungra og aldraðra,“ segir Michael Funch, verkefnisstjóri þátttöku Norðurlandanna á COP26.

100 viðburðir í tveimur skálum

Í þessari viku verður meðal annars einblínt á orkumál, norðurafrískt loflagssamstarf og hlutverk og ábyrgð ríkisstjórnanna og þjóðþinganna á því að setja málefni loftlagsbreytinga og líffræðilegrar fjölbreytni í meiri forgang í stjórnmálum og auka úrræði tengd þeim í löndunum og á norrænum vettvangi. Aðalsamningafulltrúi Norðurlanda kynnir framvindu viðræðnanna á daglegum hádegisfundi sem sendur er út í beinni útsendingu.

Alls eru 100 viðburðir á dagskrá vikurnar tvær í Glasgow og Helskini og 20 þeirra tengja skálana tvo saman.