Handbók er ætlað að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni í dómstólakerfinu

14.03.22 | Fréttir
#Meetoo
Photographer
Charles Deluvio / Unsplash
Með #metoo-hreyfingunni kom í ljós að kynferðisleg áreitni á sér stað alls staðar í samfélaginu, þar á meðal innan dómstólakerfa norrænu landanna. Nú hafa norrænu dómsmálaráðherrarnir tekið saman handbók um vinnu gegn kynferðislegri áreitni í dómstólakerfum Norðurlanda.

#metoo-hreyfingin skók Norðurlönd, það svæði heims þar sem mest jafnrétti ríkir. Frásagnirnar hafa varpað ljósi á mikla þörf á að koma í veg fyrir mismunun og kynferðislega áreitni á öllum sviðum atvinnulífsins, einnig innan dómstólakerfisins. Þess vegna ákváðu norrænu dómsmálaráðherrarnir að taka saman norræna #metoo-handbók sem ætluð er til að grípa inn í og koma í veg fyrir kynferðislega áreitni innan dómstólakerfisins.

„Dagleg mismunun á grundvelli kynferðis er að mínu áliti stærsti vandinn í lögfræðingastéttinni. Í starfi mínu heyri ég daglega óviðeigandi brandara sem eru kynferðislega niðurlægjandi eða byggja á kynþáttafordómum. Stundum snúast þessir brandarar meira að segja um viðskiptavini okkar. Stundum er talað af lítilsvirðingu um einstaklinga sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum. Það er látið eins og þau „hafi beðið um það“ með hegðun sinni.“ Frásögn úr #metoo-hreyfingunni sem vitnað er í í handbókinni.

Stundum er talað af lítilsvirðingu um einstaklinga sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum. Það er látið eins og þau „hafi beðið um það“ með hegðun sinni.

Frásögn úr #metoo-hreyfingunni sem vitnað er í í handbókinni.

Traust almennings á dómstólakerfinu getur beðið hnekki ef það tekur kynferðislega áreitni og mismunun innan sinna eigin stofnana ekki alvarlega. Handbókin er ætluð sem verkfæri, hún inniheldur viðmið og aðgerðir í tengslum við margar tegundir af áreitni og er ætluð fyrir allt starfsfólk dómstólakerfisins. Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, leggur áherslu á að allir fari að lögum.

„Handbókin er hugsuð fyrir dómstólakerfið. Mjög mikilvægt er að þau sem ætlað er að halda uppi lögum fylgi þeim sjálf. Handbókina er þó hægt að nota á hvaða vinnustað sem er,“ segir Paula Lehtomäki.

Gerendur í brennidepli og hvatt til aðgerða í daglegu lífi

Lögð er sérstök áhersla á þá hluta breytingastarfsins sem litla eða enga umfjöllun hafa fengið til þessa, til að mynda hvernig hvernig gerendur geta gengið til verks og hvernig túlka ber huglæga skilgreiningu á kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Markmiðið með handbókinni er langvarandi breyting sem á að koma í veg fyrir áreitni og mismunun.

„Við reyndum að setja fram ráð um daglegt líf og aðferðir til að koma í veg fyrir og grípa inn í orðræðu eða aðstæður þar sem kynferðisleg áreitni fyrirfinnst eða getur þróast því það eru oft þau úrræði sem við höfum séð að skortir,“ segir Malin Gustavsson, sérfræðingur í jafnréttis- og fjölmenningarmálum hjá Ekvalita.

Norræna ráðherranefndin setti handbókina saman í samvinnu við Malin Gustavsson og Mariu Normann frá Ekvalita. Ekvalita vinnur við jafnréttis- og jafnræðismál og hefur mikla reynslu af því að vinna með kynferðislega áreitni við allt frá ráðuneytum og háskólum til fyrirtækja og samtaka.

 

Við reyndum að setja fram ráð um daglegt líf og aðferðir til að koma í veg fyrir og grípa inn í orðræðu eða aðstæður þar sem kynferðisleg áreitni fyrirfinnst.

Malin Gustavsson

Join us for the launch of the Handbook on Combating Sexual Harassment in the Judiciary - Practical tips and methods for a safer workplace. A broad panel of stakeholders within the judiciary will reflect on what has changed after #metoo and what is still needed for a fundamental change in the judicial system.