Heimsmarkmiðunum verður ekki náð án þátttöku unga fólksins

04.09.18 | Fréttir
Intens debat i bæredygtighedens tegn

Intens debat i bæredygtighedens tegn

Ungt fólk frá Norðurlöndunum og Eystrasaltssvæðinu kom saman á leiðtogafundi ungs fólks, ReGeneration 2030 Summit, sem fjármagnaður var af Norrænu ráðherranefndinni og NORDBUK. Þar var kynnt yfirlýsing sem kveður á um að ungt fólk lítur svo á að það gegni lykilhlutverki varðandi það að ná 12. heimsmarkmiðinu um ábyrga neyslu og framleiðslu. Þá krefst unga fólkið aðgerða stjórnmálafólks, atvinnulífs og almennra borgara.

„Áskoranirnar eru augljósar. Markmiðin eru fyrir hendi. Nú er kominn tími til aðgerða hjá okkur ungu kynslóðinni. Við nýtum ReGeneration 2030 hreyfinguna til þess,“ sagði Simon Holmström, formaður stýrihópsins, þegar hann setti leiðtogafund ungs fólks, ReGeneration 2030 Summit, á Álandseyjum. Þar kom ungt fólk frá Norðurlöndunum og Eystrasaltssvæðinu saman undir merkjum sjálfbærni þrjá síðsumardaga og var dagskráin þéttskipuð. Ungt fólk og félagasamtök ungs fólks hafa rætt nýskapandi leiðir til þess að raungera ráðstafanir sem munu gera það fært að ná markmiðum Dagskrár 2030 og heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Sérstök áhersla var lögð á 12. heimsmarkmiðið um ábyrga neyslu og framleiðslu. ReGeneration hefur unnið yfirlýsingu sem byggir á vinnunni á leiðtogafundi ungs fólks og eru í henni sett ný viðmið um ábyrga neyslu og framleiðslu. Í yfirlýsingunni er bæði horft innávið og til annarra aðila sem hafa áhrif á stöðu sjálfbærninnar.

Áskoranirnar eru augljósar. Markmiðin eru fyrir hendi. Nú er kominn tími til aðgerða hjá okkur ungu kynslóðinni. Við nýtum ReGeneration 2030 hreyfinguna til þess.

Simon Holmström, formaður stýrihópsins

Kröfur settar fram í ReGeneration 2030

Í yfirlýsingunni setur ReGeneration 2030 fram fimm kröfur til stjórnmálafólks, atvinnulífsins og almennra borgara, kröfur sem þarf að uppfylla til þess að ná 12. heimsmarkmiðinu. Kröfurnar eru:

  • að vera þátttakendur í öllum ákvarðanatökuferlum til þess að geta vakið athygli á Dagskrá 2030
  • hvetjandi og aðgengilegt aðgengi að því að geta valið sjálfbærar leiðir
  • hvatning til að flýta fyrir og samþætta sjálfbæra starfshætti á öllum sviðum samfélagsins
  • gagnsæjar framleiðslukeðjur
  • að fyrirtæki, almennir borgarar og pólitískir hagsmunaaðilar vinni saman að hringrásarhagkerfi

Ungu fólki finnst það gegna lykilhlutverki

ReGeneration 2030 gerir ekki bara kröfur til annarra heldur einnig til unga fólksins sjálfs. Ungmennahreyfingin setur þess vegna fram þrjár skuldbindingar í yfirlýsingunni. Með þeim fela ungmennin sjálfum sér að gegna lykilhlutverki með atferli sínu þvert á einkalíf, atvinnulíf og landamæri. Og það er sannarlega tímabært eins og Feben Hadgu, varaformaður stýrihópsins, undirstrikaði á leiðtogafundi unga fólksins. „Heimsmarkmiðunum verður ekki náð án okkar. Við þurfum að fá nýja þætti inn í jöfnuna.“

Það eru verðmæti fyrir Norðurlöndin og Eystrasaltssvæðið að unga fólkið okkar skuli taka svona virkan þátt í því að vinna að heimsmarkmiðunum og að það skuli vinna saman þvert á landamæri. Í því felst virðisauki.

Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

Norræna ráðherranefndin hefur trú á unga fólkinu

 

„Það eru verðmæti fyrir Norðurlöndin og Eystrasaltssvæðið að unga fólkið okkar skuli taka svona virkan þátt í því að vinna að heimsmarkmiðunum og að það skuli vinna saman þvert á landamæri. Í því felst virðisauki,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Í áætluninni 2030 kynslóðin vinnur Norræna ráðherranefndin að norrænni samvinnu um markmið Dagskrár 2030 og fjármagnar ReGeneration 2030 Summit að mestu. Með áætluninni 2030 kynslóðin sýnir Norræna ráðherranefndin að hún hefur trú á því að heimurinn þurfi á ungu fólki að halda. Það getur verið öðru ungu fólki, atvinnulífinu og pólitískum álitsgjöfum hvatning til að breyta þannig að unnt verði að ná 2030-markmiðunum.