Leiðandi aðilar á sviði 5G hittast í Ríga

15.08.18 | Fréttir
Foto af hænder som filmer på en smartphone

Covent Garden, London, United Kingdom

Ljósmyndari
Angela Compagnone
Norræna ráðherranefndin er einn samstarfsaðila á „5G Techritory“, ráðstefnu um umhverfi 5G-farsímanets á Eystrasaltssvæðinu, sem hleypt verður af stokkunum í Ríga í Lettlandi dagana 27.-28. september. Viðburðurinn er með þeim mikilvægustu á heimsvísu á sviði 5G-farsímanets.

5G Techritory er stór alþjóðleg ráðstefna sem skipulögð er af ríkisstjórn Lettlands. Á ráðstefnunni verður sviðsljósinu beint að aðgerðum Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem styðja við að svæðið verði leiðandi á heimsvísu á sviði 5G-farsímanets.

Á 5G Techritory verður einstök áhersla lögð á þróun heilbrigðs og sjálfbærs umhverfis fyrir 5G-farsímanet, sem getur einnig verið fordæmi fyrir evrópskt gígabitasamfélag.

Búist er við allt að 1000 þátttakendum frá Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum, þar á meðal viðskiptafrumkvöðlum, stjórnmálafólki og meðlimum ríkistjórna, bæði alþjóðlegum og af svæðinu.

Á ráðstefnunni munu 60 ræðumenn og -konur í fremstu röð frá stórfyrirtækjum á sviðum upplýsingatækni og fjarskipta, deila víðtækri þekkingu sinni um hvernig 5G-tækni getur nýst á sviðum heilbrigðisþjónustu, samgangna, siglinga og bílaiðnaðar. Einn ræðumanna er Steve Mollenkopf, framkvæmdarstjóri Qualcomm, sem mun ræða framtíð bílaiðnaðarins.

 

Norræna ráðherranefndin er samstarfsaðili að ráðstefnunni, ásamt fjölda alþjóðlegra tæknifyrirtækja. Stofnun alþjóðlegs vettvangs fyrir umfjöllun um 5G-farsímanet er einnig studd af forsætisráðherrum Norðurlandanna.