Loftslagsfjármögnun og norrænt samstarf á COP21 – nýtt tölublað af „Green Growth the Nordic Way“

Norræna ráðherranefndin stendur fyrir ýmsum viðburðum í aðdraganda COP21 í París undir yfirskriftinni „New Nordic Climate Solutions“.
Þetta tölublað „Green Growth the Nordic Way“ er hið fyrsta af þremur sem fjalla um ákveðna þætti í starfi Norrænu ráðherranefndinnar að umhverfismálum nú í haust. Hægt er að lesa nýja tölublaðið á vefnum www.nordicway.org.
Í næstu tölublöðum „Green Growth the Nordic Way“ verður sagt frá starfi Norrænu ráðherranefndarinnar að loftslagsmálum fram að og eftir COP21, þar á meðal um viðburð á vegum ráðherranefndarinnar sem nefnist „Nordic Efficiency“ og haldinn verður í tengslum við umhverfismálasamkomuna „World Efficiency“ í París í október. Jafnframt verður sagt frá sameiginlegum sýningarskála Norðurlanda á COP21 í desember.
Finna má nánari upplýsingar um Nýjar norrænar loftslagslausnir á www.norden.org/nncs.