Með sterku samstarfi í löggjafarmálum geta Norðurlöndin orðið best samþætta svæði heims

08.02.18 | Fréttir
Inge Lorange Backer og Margot Wallström
Photographer
Mary Gestrin - norden.org
Þetta er helsta niðurstaða greiningar á norrænu samstarfi um löggjafarmál sem Inge Lorange Backer, prófessor emeritus, afhenti norrænu samstarfsráðherrunum á fimmtudaginn.

Í greiningunni eru kannaðar áskoranir og tækifæri sem felast í norrænu samstarfi um löggjafarmál og í henni er að finna tillögur um sterkt samstarf um löggjafarmál sem aukið getur samþættingu á Norðurlöndum og styrkt norræna módelið út á við.

Með því að hleypa nýju lífi í samstarfið um löggjafarmál má koma í veg fyrir stjórnsýsluhindranir gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum og styrkja aðlögun á Norðurlöndum.

„Þessi skýrsla er veigamikið framlag til þeirra breytinga sem nú eiga sér stað á norrænu samstarfi. Með því að hleypa nýju lífi í samstarf um löggjafarmál má koma í veg fyrir stjórnsýsluhindranir gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum og styrkja aðlögun á Norðurlöndum,“ segir Dagfinn Høybråten framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Norrænt samstarf um löggjafarmál hefur staðið síðan seint á 19. öld og hefur leitt til breytinga á t.d. löggjöf um samningsrétt og höfundarrétt undanfarin 20-30 ár. Í samstarfinu felst nú aðallega miðlun upplýsinga og reynslu milli landanna.

Í greiningu sinni kemst prófessor Inge Lorange Backer að þeirri niðurstöðu að aukin þekking á Helsingforssamningnum frá 1962, þar sem norrænu þjóðirnar samþykktu meðal annars vinna náið saman um lagasetningu innan einkamálaréttar og refsiréttar og sömuleiðis á öðrum sviðum sem máli skipta, væri framlag til þess að styrkja norrænt samtarf. Prófessor Inge Lorange Backer komst einnig að þeirri niðurstöðu mismunandi er milli landanna hvernig upplýsingar og reynsla frá hinum Norðurlöndunum er nýtt og hver áhrifin eru á nýjar lagasetningar. Þar að auki eru tækifæri til samvinnu um tilhögun og innleiðingu ESB/EES-löggjafar sem ekki er alltaf tekið tillit til í norrænu samstarfi

Til þess að tillögurnar komist til framkvæmda þarf pólitískur vilji að vera fyrir hendi og embættismenn þurfa að hafa til þess tíma og fjármagn.

„Ég valdi að leggja sérstaka áherslu á 13 tillögur sem saman geta styrkt norrænt samstarf í löggjafarmálum og verið framlag til þess að gera Norðurlöndin að best samþætta svæði í heimi. Til þess að það komist til framkvæmda þarf pólitískur vilji að vera fyrir hendi og embættismenn þurfa að hafa til þess tíma og fjármagn.“ segir Inge Lorange Backer.

Inge Lorange Backer, prófessor emeritus, hefur langa reynslu af norrænni samvinnu á sviði réttarfars sem skrifstofustjóri lagaskrifstofu norska dómsmálaráðuneytisins og sem lagaprófessor við Háskólann í Ósló.

Bakgrunnur

Norrænt samstarf í löggjafarmálum er veigamikill þáttur í norrænu samstarfi og varð formlegt í samstarfssamningnum frá 1962 sem almennt er nefndur Helsingforssamningurinn. Norðurlöndin hafa þó átt í virku samstarfi um löggjafarmál síðan seint á 19. öld.

Það er grundvallaratriði í norrænu samstarf í löggjafarmálum að löndin haldi fullu sjálfstæði sínu sem löggjafi og að löndin leggi mismikið upp úr samstarfinu á mismunandi sviðum þar sem þau eiga sameiginlega hagsmuni og markmið.

Samkvæmt Helsingforssamningnum er mest lagt upp úr samstarfi um löggjafarmál í tengslum við einkamálarétt og refsirétt en það kemur einnig inn á önnur svið sem eru viðfangsefni norrænns samstarfs. Þjóðirnar eiga einnig að upplýsa hver aðra um breytingar sem gerðar eru á lögum sem hafa verið til umfjöllunar í norræna samstarfinu. 

Fram til loka 20. aldar einkenndu stór sameiginleg lagasetningarverkefni norrænt samstarf í löggjafarmálum og leiddi það samstarf til samnorrænnar lagasetningar á ýmsum sviðum samningsréttar og höfundarréttar. Síðustu 25 til 30 ár hefur eðli þessa samstarfs breyst og felst nú aðallega í miðlun upplýsinga og reynslu milli embættismanna.

Í seinni áfanga þeirrar umbótavinnu sem á sér stað á norrænu samstarfi, Nyt Norden 2.0, fannst norrænu samstarfsráðherrunum ástæða til þess að skoða hvort tækifæri gætu falist í því að hleypa nýju lífi í norrænt samstarf í löggjafarmálum til þess að styrkja samþættingu á Norðurlöndum. Inge Lorange Backer, prófessor emeritus, fékk það verkefni að vinna slíka greiningu á norrænu samstarfi í löggjafarmálum.

Í greiningu Inge Lorange Backer er sögulegum bakgrunni norræns samstarfs um löggjafarmál lýst og gerð grein fyrir áskorunum þess og tækifærum í ljósi innkomu ESB-gerða í norrænt samstarf og vaxandi umbreytinga á pólitíska sviðinu. Inge Lorange Backer kemst að því að öflugt norrænt samstarf í löggjafarmálum getur verið framlag til þess að gera Norðurlöndin að samþættasta svæði heims í samræmi við yfirlýsingu norrænu forsætisráðherranna frá 2016. Þetta getur aukið gæði lagasetningar hvers lands fyrir sig, komið í veg fyrir stjórnsýsluhindranir og styrkt norræna módelið út á við. Til þess að öflugt norrænt samstarf í löggjafarmálum geti átt sér stað er þó nauðsynlegt að til staðar sé pólitískur vilji og að embættismenn landanna hafi bæði tíma og fjármagn til þess að sinna verkefninu.

Í greiningu sinni lýsir Inge Lorange Backer tilteknum aðgerðum sem eru til þess fallnar að styrkja norrænt samstarf í löggjafarmálum og nokkrum sviðum réttarfars og daglegs lífs þar sem sem slík samvinna getur skipt máli. Meðal þessara aðgerða er að finna 13 tillögur sem geta stuðlað að því að auka samþættingu á Norðurlöndum. Markmið þessara tillagna er meðal annars að bæta tengingu milli tillagna Norðurlangaráð og samstarfs í löggjafarmálum og auka möguleika á samvinnu um lagasetningu í einstökum löndum og varðandi lagasetningar frá ESB/EES, og að koma í veg fyrir nýjar stjórnsýsluhindranir í kjölfar lagabreytinga eða nýrra lagafrumvarpa. Í tillögunum er einnig gert ráð fyrir öflugu samstarfi í löggjafarmálum sem varða starfræna tæknivæðingu, heilsufar, hlutafélög, sambúð, útlendingalöggjöf, refsirétt og alþjóðlega sáttmála.

Skýrsluna er að finna hér: