Mikill áhugi samstarfi norrænna og rússneskra aðila

24.08.20 | Fréttir
Unge og digitalisering
Photographer
Unsplash
Norræna ráðherranefndin fjármagnar samtals 22 samstarfverkefni á Eystrasaltssvæðinu og í Norðvestur-Rússlandi. Málefnin taka til félagslegrar sjálfbærni, umhverfismála, loftslagsmála og heilbrigðiskerfisins. Upphæðin sem varið er til þessara verkefna nemur 10 milljónum danskra króna.

„Það er ótrúlega ánægjulegt að finna fyrir þessum mikla áhuga aðila á Norðurlöndum og í Rússlandi á samstarfi um mikilvæg málefni, svo sem félagslega sjálfbærni og umhverfis- og loftslagsmál,“ segir Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. „Stuðningur Norrænu ráðherranefndarinnar við samstarf félagasamtaka á Eystrasaltssvæðinu er liður í því að auka gagnkvæma athygli á samnefnurum í þeim áskorunum og pólitísku viðfangsefnum sem eru til umfjöllunar í samfélagsumræðunni í löndunum við Eystrasalt og stuðla þannig að áframhaldandi þróun á svæðinu. Hin fjölmörgu álitlegu rússnesk-norrænu verkefni undirstrika hversu mikilvægt er að viðhalda góðum samböndum og styðja samstarf borgaranna þvert á landamæri – einnig á tímum þegar á brattann er að sækja varðandi pólitísk tengsl,“ bætir Paula Lehtomäki við. „Ég er ánægð með að samstarf milli fólks blómstri enn."
Markmiðið með fjárstuðningnum er að styðja borgaralegt samfélag og samstarf þvert á landamæri og stuðla þannig að þróun á svæðinu Í verkefnunum sem valin voru til þess að njóta fjárstuðnings er áhersla lögð á félagsmála- og heilbrigðiskerfið, börn og ungmenni, menntun, menningu, jafnrétti, umhverfismál, borgaralegt samfélag, lýðræði og mannréttindi.

Það er einstaklega ánægjulegt að finna fyrir þessum mikla áhuga samstarfsaðila á Norðurlöndum og í Rússlandi á samstarfi um mikilvæg málefni, svo sem félagslega sjálfbærni og umhverfis- og loftslagsmál

 

Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

22 verkefni fá norrænan stuðning

22 verkefni í Rússlandi og á Eystrasaltssvæðinu fá norrænan fjárstuðning. Aðilar að verkefnunum á Norðurlöndunum og í samstarfslöndunum eru félagasamtök, háskólar og stjórnvöld sveitarfélaga og svæða. Aðilarnir utan Norðurlanda eru frá Eystrasaltssvæðinu sem tekur til Eistlands, Lettlands og Litháen, Póllands, Norðvestur-Rússlands og Hvítarússlands. Norrænu ráðherranefndinni bárust alls 82 umsóknir frá mismunandi samstarfsverkefnum á Norðurlöndum og í Norðvestur-Rússlandi. 

Nánari upplýsingar um verkefnin

Eftirfarandi verkefni fengu styrk:

 


1.    Wind Energy: joint innovation solutions for the future energy needs of northern regions

Markmið þessa verkefnis er að skoða nánar áskoranir sem felast í möguleikum á nýtingu vindorku og stuðla að því að þær verði metnar, rannsaka rekstrarskilyrði vindknúinna orkuvera á köldum svæðum og þróa tækni sem getur lágmarkað áhrif íss og snjóa á vindmyllur/vindmyllugarða.

 


2.    Navigating in information: Identify, evaluate, use. Children and youth in the Baltic Sea Region in a digital world

Markmið þessa verkefnis er að styðja fjölmiðla- og upplýsingalæsi (MIL, Media and Information Literacy) barna og ungmenna og þróa verkfæri sem nýta má til að meta áreiðanleika upplýsinga (staðreyndakönnun).

 

 

3.    Indigenous and non-indigenous residents of the Nordic-Russian region: Best practices for equity in healthy ageing

Í þessu verkefni vinnur hópur vísindafólks í nánu þverfaglegu samstarfi um öldrunarrannsóknir og öldrun. Verkefnið felst bæði í samstarfsneti og vinnufundum. 

 

 

4.    Sustainable Working Life - Visions for wellbeing and future solutions

Markmiðið með verkefninu er að skiptast á norrænni og rússneskri þekkingu og reynslu varðandi starfslíf, sjálfbærni, aðlögun, vellíðan og jafnrétti karla og kvenna ásamt því að byggja upp nýtt samstarfsnet. 

 

 

5.   Climate change and youth response in Kaliningrad and other Baltic Sea regions

Markmið verkefnisins er að auka meðvitund um umhverfismál meðal ungs fólks á Eystrasaltssvæðinu þegar kemur að loftslagsbreytingum, með auknum skilningi og miðlun fyrirmyndarstarfshátta á Norðurlöndum, myndun samstarfsneta og byggja upp hæfni meðal haghafa. 

 

 

6.    ARCTIC HERITAGE: Developing architectural solutions and conservation techniques for unique cultural objects

Meginmarkmiðið er að styrkja samstarf milli fræðasamfélagsins, stjórnvalda, sérfræðinga í trésmíðum og forvarða, auka þekkingu þeirra og þróa sérfræðiþekkingu á sviðum þar sem Rússland, Noregur og Finnland eiga sameiginlega hagsmuni. 

 

 

7.    Discovering Youth Perspective through Activism and Leadership: Insights from Northwest Russia and the Nordic states

Í þessu verkefni er safnað saman vísindafólki frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi ásamt Pétursborg, Kalingrad og Pskov í Rússlandi. Aðilar verkefnisins rannsaka áskoranir sem felast í því að styðja valdeflingu ungs fólks gegnum aktífisma og leiðtogaþjálfun.

 


8.    Multi-cultural prison in Nordic countries and Russia

Þetta verkefni stuðlar að aðlögun og jafnrétti og styrkir menningarleg samskipti og velferð gegnum norræn-rússneskt samstarf milli stjórnvalda, háskóla og félagasamtaka sem hyggjast bæta félagslega aðlögun erlendra fanga.

 

 

9.    Supportive Community: Informal Care for Elderly in Russia, Finland and Denmark

Markmiðið með þessu verkefni er að bæta lífsgæði aldraðra með því að skiptast á reynslu af óformlegri umönnun gegnum félagasamtök í nærsamfélaginu í Rússlandi, Finnlandi og Danmörku.

 

 

10.    Indigenous Women Leaders Forum of Nordic Territories

Meginmarkmið verkefnisins er að valdefla konur úr hópi frumbyggja í Norðvestur-Rússlandi til að taka þátt í ákvörðunarferlum og vera virkir þátttakendur í félagslegu, menningarlegu og pólitísku lífi í nærsamfélagi sínu.

 

 

11.    Citizens’ centers for grass-roots initiatives are changing the society

Þetta verkefni styður hæfni og sjálfbærni opinna miðstöðva fyrir almenning í menntaáætlun þvert á landamæri Finnlands, Svíþjóðar og Rússlands með áherslu á áskoranir sem þær glíma við.

 

 

12.    Empowerment of the indigenous peoples’ media through the cross-border cooperation

Markmið verkefnisins er að byggja upp samstarfsnet um upplýsingar þvert á landamæri og veita með því félagasamtökum frumbyggja í afskekktum hlutum Norðvestur-Rússlands aðgang að þekkingu og framhaldsnámi á sviði nútímalegrar blaðamennsku. 

 

 

13.    NGOs vs. Household food waste: scaling up Baltic-Nordic cooperation

Markmiðið með þessu verkefni er að veita félagasamtökum þekkingu og hæfni til að koma í veg fyrir matarsóun á einkaheimilum gegnum langtímasamstarf og miðlun þekkingar ásamt sameiginlegri þróun og innleiðingu verkfæra til að koma í veg fyrir matarsóun. 

 

 

14.    Empowering youth and teacher network of the Eco-Schools programme for the Sustainable Baltic Sea region

Markmið verkefnisins er að stuðla að miðlun reynslu og samstarfi milli félagasamtaka sem vinna að menntun á sviði sjálfbærni á Eystrasaltssvæðinu með því að leggja áherslu á umhverfissjónarmið og þróa aðferðir til þess að valdefla ungt fólk. 

 

 

15.    Clean Games Baltic Cup 2021

Markmið verkefnisins er að miðla hæfni á sviði Clean Games-aðferðarinnar til skipuleggjenda úr hópi sjálfboðaliða að umhverfisviðburðum í löndunum við Eystrasalt.

 

 

16.    Strengthening the NGO network - a tool for social security

Meginmarkmið þessa verkefnis er að bæta skillning á hlutverki almennings og styrkja samstarfsnet félagasamtaka á Eystrasaltssvæðinu og styðja þannig félagslega kerfið og heilbrigðiskerfið til þess að auka almennt félagslegt öryggi með því að nota meginreglur hinnar evrópsku félagslegu stoðar og aðrar aðferðir sem stuðla að félagslegum réttindum. 

 

 

17.    Media and Dialogue for Democracy by promoting professionalism, self-regulation as well as Media and Information Literacy

Þetta verkefni styður samtal milli fjölmiðla og fjölmiðlafólks, almennra borgara, stjórnmálafólks og opinbera geirans gegnum frekari þróun á notkun tilmæla sem unnin voru í tengslum við verkefni sem Norræna ráðherranefndin styrkir.

 

 

18.    Open data for civic participation (ODCP)

Markmið verkefnisins er að tryggja miðlun reynslu og fyrirmyndarstarfshátta milli félagasamtaka í Svíþjóð, Lettlandi og Hvítarússlandi þegar kemur að því að opna aðgengi að gögnum og nýta þau með tilliti til þess að styrkja virka borgaralega þátttöku og gera hana upplýstari og skilvirkari. 

 

 

19.    Cultural crossroads: a new turn: International Olympiad on intercultural interaction

Þessu verkefni er ætlað að opna leið til þess að auka skilning á sameiginlegum gildum meðal ungs fólks á Eystrasaltssvæðinu og auka skilning þess á menningarlegum verðmætum í Evrópu og meðvitund um sambandið milli menningar og náttúru ásamt því að stuðla að þróun alþjóðlegs samstarfs milli ungmenna í evrópskum ríkjum. 

 

 

20.    The Traveling Democracy Lab” / A Media Literacy Campaign in the Baltics and Belarus

Grundvöllur verkefnisins er að þýða og aðlaga lettneska, eistneska og hvítrússneska útgáfu af sænsku sýningunni „Farandlýðræðisrannsóknarstofan/Staðreyndir gegn falsi“ sem ferðast milli skóla/menntastofnana, bókasafna og opinberra staða í löndunum fjórum. 

 

 

21.    Promoting social justice through co-operation between NGOs and legal clinics

Meginmarkmið verkefnisins er að efla stefnumótandi samstarf félagasamtaka, samtaka sem veita lögfræðilega aðstoð og annarra haghafa með tilliti til þess að hjálpa jaðarsettum hópum að leita réttar síns. 

 

 

22.    Inclusive creativity accessible to all

Í þessu verkefni er unnið að lýðræðisþróun náms, aðlögun og aðgengi. Haldnir verða netfundir fyrir aðila verkefnisins, staðið að sumarskólum með starfsnámi og miðlað fyrirmyndarstarfsháttum sérfræðinga hjá félagasamtökum sem vinna með skapandi þróun fólks með sérþarfir. Starf tónlistarmiðstöðvarinnar „Resonaari“ í Helsinki er lagt til grundvallar en þar eru notaðar sérstakar aðferðir til þess að kenna fólki með fötlun tónlist.