Norðurlönd og Afríkusambandið vilja setja jafnréttismál á oddinn loftlagsráðstefnunni COP27

04.11.22 | Fréttir
alt=""
Photographer
norden.org
Norðurlöndin hafa tekið höndum saman með Afríkusambandinu og sett jafnréttismál á dagskrá á COP27 í Egyptalandi. Þann 15. nóvember bjóða norski loftlagsráðherrann Espen Barth Eide og Josefa Sacko landbúnaðarfulltrúi Afríkusambandsins til umræðna um hvernig græn umskipti geta átt sér stað með sömu forsendum fyrir konur og karla.

Í stórum hlutum heimsins hafa loftslagsbreytingar mismunandi áhrif á konur og karla, en sjálf pólitík loftlagsmála hefur einnig áhrif á jafnréttismál.

Þar sem græn umskipti eiga eftir að hafa áhrif á alla hluta hagkerfisins þurfa stjórnmálin að tryggja jafnrétti í öllum þeirra, allt frá landbúnaði til háskólamenntunnar, frá vöruflutningum til fiskveiða.

Hvernig lítur pólitísk forusta út í þessum málum? Þetta er lykilspurning hliðarviðburðar í opinberri dagskrá COP27 sem fer fram í Sharm El Sheik þann 15. nóvember kl. 11:15 - 12:45 að íslenskum tíma.

Jafnréttismál gegna lykilhlutverki

„Græn umskipti verða að vera fyrir okkur öll, óháð kyni, aldri, uppruna eða félagslegri stöðu. Það er ábyrgð okkar stjórnmálamannanna að vekja athygli á því hve miklu máli jafnréttissjónarmiðin skipta í umræðum um loftlagsmál, segir Espen Barth Eide, loftlagsmála- og umhverfisráðherra Noregs.

 

„Með því að skipuleggja þennan viðburð með Afríkusambandinu teljum við okkur geta komið mikilvægri þekkingu og reynslu á framfæri um tengslin milli loftslagsbreytinga og jafnréttismála í löndunum okkar.“

Snúa þarf þróuninni við

Afríkulöndin áttuðu sig snemma á því að loftlagsmál og jafnréttismál þurfa fylgjast að í stjórnmálum.

„Loftlagsbreytingar hafa áhrif á konur í Afríku og auka á það kynjamisrétti sem er nú þegar til staðar. Það er lykilatriði að snúa þessari þróun við ef löndin vilja uppfylla þróunarmarkmið sín,“ segir Josefa Sacko, landsbúnaðarfulltrúi Afríkusambandsins.

„Þess vegna væntum við þess ekki aðeins að jafnréttismál verði í kjarna viðræðnanna á COP27 heldur höfum við gert þau að algjöru forgangsatriði innan Afríkusambandsins.“

Kynjablind loftslagsstefna

Á Norðurlöndum eru áhrifin ekki jafn skýr, en þó er kynjamunur að því er varðar kolefnisspor og áhrif í alþjóðlegum viðræðum. Einnig hefur sést að konur og karlar taka þátt í grænum umskiptum með ólíkum hætti. Konur eiga meðal annars færri fulltrúa í atvinnugreinum sem þróa tæknilausnir í loftlagsmálum.

Litið er á Norðurlönd sem þau lönd þar sem jafnrétti er hvað mest en í loftlagsstefnum landanna hefur til þessa ekki verið tekið tillit til jafnréttissjónarmiða.

Fyrr í ár gerðu ríkisstjórnir með sér samkomulagið „A Green and Gender-Equal Nordic Region“ sem hefur það markmið að stefnur Norðurlanda í loftlagsmálum og jafnréttismálum styðji áfram hver við aðra.

Mættu á staðinn eða taktu þátt á netinu!

Í nýjustu áætlun sinni um sjálfbæra þróun lagði Afríkusambandið einnig áherslu á lykilhlutverk kvenna í loftlagsaðgerðum á öllum sviðum samfélagsins.


Þann 15. nóvember funduðu leiðtogar svæðanna tveggja til að skiptast á reynslu og pólitískri nálgun til að skapa loftlagsstefnu með jafnrétti í huga.


Þessi opinberi hliðarviðburður COP27 er opinn öllum með streymi í beinni útsendingu á netinu og einnig þátttakendum sem mæta á loflagsráðstefnuna. Áhorfendum á staðnum er boðið upp á þýðingu yfir á frönsku.

Pallborðið skipa: 

  • H.E. Espen Barth Eide, umhverfis- og loftslagsáðherra Noregs og formaður Norrænu ráðherranefndarinnar
  • H.E. Josefa Leonel Correia Sacko, fulltrúi Afríkusambandsins í málefnum landbúnaðar, byggðaþróun í dreifbýli, bláa hagkerfisins og sjálfbærrar þróunar
  • H.E. Hanna Sarkkinen, félags- og heilbrigðismálaráðherra Finnlands
  • Hon. Roselinda Soipan Tuya, fulltrúi umhverfismála og skógræktar, Kenýa (á eftir að staðfesta) 
  • H.E. Sima Sami Bahous, framkvæmdastjóri, UN Women (á eftir að staðfesta)

Fundarstjóri: Chika Oduah, blaðamaður og ritstjóri hjá Moderate The Panel