Norræn matvælastefna hvetur Indland til þess að verða sjálfbært stórveldi

22.02.19 | Fréttir
The Indo-Nordic Food Policy Workshop and the Tasting India Symposium 2018.
Photographer
Rupali Mehra
Það er ekki augljóst að tvö algerlega ólík svæði varðandi sögu, landafræði, vistkerfi og hagkerfi finni sameiginlegan flöt. Samt sem áður leiða ítarlegar samræður í ljós að Indland og Norðurlöndin eiga ýmislegt sameiginlegt þegar kemur að sjálfbærni í matarmálum.

Á fyrsta Indversk/norræna hringborðsfundinum sem haldinn var í Nýju Delí 13. desember 2018 komu saman haghafar frá Indlandi og Norðurlöndunum og ræddu leiðir til þess að stuðla að hollu og næringarríku mataræði, einkum meðal barna. Indverska matvælaeftirlitið, FSSAI (Food Safety & Standards Authority of India), bauð Norrænu ráðherranefndinni að miðla reynslu sinni af því að þróa sjálfbæra matvælastefnu.

Pawan Agarwal, framkvæmdastjóri FSSAI, ræddi um „þrefalt álag“ Indlands vegna offitu, vannæringar og næringarskorts og benti á að Indland gæti lært af norrænni nálgun varðandi næringu sem felst í að móta trausta matvælastefnu.

Næring er sameiginleg ábyrgð

Á Norðurlöndum er litið svo á að næring sé á sameiginlegri ábyrgð stjórnvalda, skóla, matvælafyrirtækja og næringarfræðinga. Vel heppnuð innleiðing Skráargats-merkingar á matvæli var annað dæmi til eftirbreytni varðandi norræna leið um samstarf opinberra aðila og einkaaðila.

 

Mads Frederik Fischer Møller, aðalráðgjafi um matvælastefnu hjá Norrænu ráðherranefndinni, benti á tækifær til samstarfs sem hringborðumræðurnar gætu skilað: „Vonandi munum við (Norræna ráðherranefndin) geta unnið með indverskum stjórnvöldum um leið og matreiðslumenn geta unnið með matreiðslumönnum og allir geta reynt að stuðla að því að hraða þessum breytingum. Vegna þess að við þurfum öll að sjá Indland verða sjálfbært stórveldi ef sjálfbærnimarkmiðin eiga að nást.“

 

Amitabh Kant, framkvæmdastjóri Niti Aayog, breytingastofnunar Indlands, benti einnig á þetta: „Ef þú vilt verða órjúfanlegur þáttur í alþjóðlegu birgðakeðjunni þá er afar mikilvægt að vinna með norrænu ríkjunum vegna þess að þau búa yfir mikilli reynslu á sviði næringarríkrar og sjálfbærrar fæðu."

Ef þú vilt verða órjúfanlegur þáttur í alþjóðlegu birgðakeðjunni þá er afar mikilvægt að vinna með norrænu ríkjunum vegna þess að þau búa yfir mikilli reynslu á sviði næringarríkrar og sjálfbærrar fæðu.

Amitabh Kant, CEO Niti Aayog

Borgaradrifnar breytingar

Indversk stjórnvöld bentu á veigamikinn þátt götueldhússins í indverska matvælakerfinu. Rita Teaotia, fundarstjóri frá FSSAI, sagði að framlagi samtaka hennar, Eat Right India hreyfingunni, sé ætlað að upplýsa indverska borgara um mikilvægi fæðuöryggis og einfaldra skrefa sem neytendur geta tekið í til máltíða sem eru hreinar, í jafnvægi og næringarríkar.

Stefnuyfirlýsingin um indverskan mat sem kynnt var á Tasting India Symposium 2017 er undir miklum áhrifum frá stefnuyfirlýsingunni um ný norræn matvæli. Danski matvælafrumkvöðullinn Claus Meyer kom á svið í ár og ræddi um þörfina fyrir að gera matvælaáætlun þannig úr garði að hún leysi vanda sem snýr að hungri og loftslagsbreytingum. Undir áhrifum frá ræðu hans bendir matreiðslumaðurinn Anahita Dhondy á hlut matreiðslumanna sem boðbera breytinga: „Ég sé að þetta er gott fyrir bændur, fyrir jörðina og fyrir okkur. En ef einhver neyðir þig til að boða það vegna þess að það er gott af öllum þessu ástæðum þá gerir þú það ekki. Ef matreiðslumaður hins vegar getur matreitt eitthvað girnilegt úr því þá muntu ekki einu sinni taka eftir því að þú ert að borða eitthvað sem er gott á allan þennan hátt."

Hér er hægt að horfa á myndbönd frá The Tasting India Symposium 2018

Um

Auk aðila að Nordic Food Policy Lab og FSSAI, sátu við hringborðið Erik af Hällström, varasendiherra Finnlands; Maja Overgaard Lund og Knud Østergaard frá dönsku matvælastofnuninni; Sanjoo Malhotra frá Tasting India ráðstefnunni; og ýmsir haghafar úr matvæla- og næringargeiranum.