Ný útgáfa: Leiðarvísir um norræna matvælastefnu á spænsku

01.02.19 | Fréttir
A Latin American buffet
Photographer
Great stock! / Stockfood
Í Lausnamatseðlinum var í fyrsta sinn safnað saman frumlegustu lausnum í matvælastefnu Norðurlanda en hann kom út í júní 2018. Nú, aðeins fáeinum mánuðum síðar, er spænsk útgáfa kynnt á dagskrá ráðstefnunnar 2nd Global Conference of the Sustainable Food Systems í Kosta Ríka.

Undandfarin ár hefur aukist verulega alþjóðlegur áhugi á norrænni þekkingu á því hvernig stefnumörkun sem leidd er af almenningi getur verið hvati til breytinga á matvælakerfinu. Í Lausnamatseðlinum sem vakið hefur mikla athygli eru kynnt 24 dæmi um stefnumótun sem sýna hvernig breytingar í átt að sjálfbærari matvælaneyslu eru mögulegar og vakin athygli á leyndum hráefnum sem geta gert þessar breytingar að veruleika.

Krafa um efni á spænsku

Spænska útgáfan var gerð til þess að mæta vaxandi kröfum um nýjar lausnir í matvælastefnu, sérstaklega frá löndum í Suður-Ameríku en einnig frá alþjóðasamtökum og stofnunum Sameinuðu þjóðanna sem vantar efni til þess að nota í vinnu sinni með stefnumótunaraðilum á svæðinu

Í Suður-Ameríku og Karabíska hafinu eru framleidd nægilega mikil matvæli til þess að svara þörfum en þetta leiðir ekki sjálfkrafa til þess að fólk borði heilnæman og næringarríkan mat. Þörf er fyrir sjálfbært og næringarmiðað matvælakerfi til þess að tryggja fjölbreytt, öruggt og næringarríkt mataræði sem stuðlar að því að útrýma hungri og vannæringu í öllum myndum.

Eftir stöðugan vöxt í fimm ár er staðan orðin þannig að 42,5 milljónir manna í Suður-Ameríku eru nú ekki talin fá nægilega fæðu til að mæta daglegri hitaeiningaþörf sinni. Þá stendur svæðið stendur um leið frammi fyrir annarri birtingarmynd vannæringar því vaxandi fjöldi fólks er of þungt eða þjáist af offitu.

Smiðja þar sem fjallað er um hvernig stækka megi verkfærakassann.

Spænska útgáfa Lausnamatseðilsins verður kynnt á 2nd Global Conference of the Sustainable Food Systems Programme – Good Food for People and the Planet, Working together towards 2030.

Nordic Food Policy Lab vekur athygli á skilvirkum stefnumörkunaraðferðum sem stuðla að breytingum í átt til heilnæmara og sjálfbærara mataræðis á Norðurlöndum og stendur á ráðstefnunni á Kosta Ríka að nokkrum málstofum um hvernig þróa megi enn frekar verkfærakassann sem nýta má.

  • 1. febrúar: Sustainable, healthy and inclusive gastronomy as a key driver for sustainable food systems - Eins dag málstofa til þess að skiptast á reynslu og vinna að alþjóðlegri tillögu að heilnæmri, þátttökumiðaðri og sjálfbærri matargerðarlist. 
  • 3.-4. febrúar: Regional Workshop - Food system challenges in Latin America and the Caribbean. Efni: “At the crossroads of natural resources, livelihoods, and nutrition”
  • 5.-7. febrúar: 2nd Global Conference of the One Planet (10YFP) Sustainable Food Systems Programme – ‘Good Food for People and the Planet - Working together towards 2030’

Hér má sækja ókeypis eintak

Í Lausnamatseðlinum er leitast við að hvetja til nýrrar og traustrar stefnumörkunar sem er svar við félagslegum og umhverfistengdum breytingum og stuðlar að umskiptum í átt að sjálfbærari neyslu matar.

Lausnirnar 24 snúa meðal annars að næringu, matarmenningu og -sérkennum, opinberum máltíðum, matarsóun og sjálfbæru mataræði. Hver lausn ávarpar tiltekið vandamál og kynnir nýja og heildræna nálgun á matvælastefnu.