Norræna ráðherranefndin vísar veginn: Innleiðir Dagskrá 2013 í eigin starfsemi

26.01.18 | Fréttir
Dagfinn Høybråten
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Til þess að unnt verði að innleiða með skilvirkum hætti 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem Dagskrá 2030 kveður á um er nauðsynlegt að vinna að því á öllum sviðum og vinna að því saman. Vinna Norðurlandanna að því að uppfylla markmið Dagskrár 2030 er í miklum forgangi hjá ráðherranefndinni sem hefur nú ákveðið að ýta vinnunni úr höfn með því að innleiða Dagskrá 2030 í eigin starfsemi.

„Við sjáum að norrænu þjóðirnar hafa Dagskrá 2030 í miklum forgangi og að Norræna ráðherranefndin hefur sérstöðu varðandi stuðning við þjóðirnar í þeirri vinnu. Það er mikilvægt skref að tryggja að við hjá ráðherranefndinni innleiðum dagskrána okkar eigin starfsemi. Við getum byggt á góðri reynslu okkar af vinnunni við að innleiða sjálfbærnisjónarmið í rekstur okkar,“ segir Dagfinn Høybråten framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.  

Meðal annars verður unnið að því að tryggja að í umfangsmikilli verkefnastarfsemi ráðherranefndarinnar verði lögð enn frekari áhersla á heimsmarkmiðin en verið hefur. Metnaður ráðherranefndarinnar er einnig að innleiða heimsmarkmiðin í fjárhagsáætlun starfseminnar ásamt því að virkja norrænar stofnanir í vinnuna að því að ná heimsmarkmiðunum.

„Starf Norrænu ráðherranefndarinnar tengist með margvíslegum hætti Dagskrá 2030,“ segir Anniina Kristinsson, ráðgjafi um sjálfbæra þróun og verkefnastjóri Dagskrár 2030 hjá ráðherranefndinni 2030 kynslóðin. „Ég tel að áætlun sem við erum nú að fara af stað með muni gera þessar tengingar sýnilegar og um leið vera okkur hvetjandi til þess að þróa nýjar áætlanir á sviðum þar sem við þurfum að bæta okkur í framtíðinni.

Á árinu 2018 verða haldnir umræðufundir um málefni Dagskrár 2013 á vegum allra ráðherranefndanna eða embættismannanefndanna. Markmiðið með þessu er að leggja áherslu á þau svið þar sem áskoranir Norðurlandanna gagnvart heimsmarkmiðunum eru stærstar.  

„Við vitum að að ein stærsta sjálfbærniáskorunin á Norðurlöndum er að stuðla að sjálfbærari neyslu og framleiðslu. Við vonum að við getum virkjað víðfeðmt starf þvert á fagsvið í tengslum við þessa áskorun næstu árin,“ segir Anniina Kristinsson. 

Nú þegar sjást þess merki að ráðherranefndirnar eru farnar að innleiða Dagskrá 2030 með virkum hætti í vinnu sína, til dæmis samstarfsáætlunin (2017–2020) fyrir Ráðherranefndina um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, skógrækt og matvæli (MR-FJLS) og í Samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um málefni norðuskautssvæðisins 2018–2021. Eftirleiðis eiga allar nýjar samstarfsáætlanir innan vébanda Norrænu ráðherranefndarinnar að taka mið af Dagskrá 2030.

„Ráherranefndin um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, skógrækt og matvæli hefur unnið markvisst að því að innleiða sjálfbærnimarkmiðin í stefnumótun sinni. Sumarið 2018 verður fjögurra ára áætlun um sjálfbært norrænt lífhagkerfi hleypt af stokkunum. Það tekur mið af sjálfbærnimarkmiðunum og mun varða leið sjálfbærrar þróunar bláu og grænu atvinnuveganna á Norðurlöndum,“ segir Torfi Jóhannesson aðalráðgjafi um lífhagkerfi hjá Norrænu ráðherranefndinni.