Norrænir heilbrigðisráðsherrar halda annan stöðufund sinn um kórónuveirufaraldurinn

02.04.20 | Fréttir
Medical staff in action
Photographer
Niels Christian Vilmann, Scanpix
Í dag var í annað sinn haldinn fundur í Norrænu ráðherranefndinni um stöðu og viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum í norrænu ríkjunum.

Heilbrigðisráðherrar norrænu ríkjanna, þar með talin Álandseyjar, Grænland og Færeyjar, tóku eins og síðast þátt í hinum óformlega fjarfundi um COVID-19 á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Vegna formennsku Dana í ráðherranefndinni var danski heilbrigðisráðherrann og ráðherra málefna eldri borgara, Magnus Heunicke, gestgjafi fundarins. 


„Miklu skiptir að við upplýsum hvert annað jafnt og þétt um hvernig við í hverju og einu Norðurlandanna bregðumst við þessari gríðarmiklu sameiginlegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir með COVID-19. Við getum án efa lært margt af COVID-19-faraldrinum, bæði á Norðurlöndum og annars staðar í heiminum, og við verðum að standa saman um að komast eins vel frá þessari heimskreppu og mögulegt er,“ segir Magnus Heunicke.
 

Miklu skiptir að við upplýsum hvert annað jafnt og þétt um hvernig við í hverju og einu Norðurlandanna bregðumst við þessari gríðarmiklu sameiginlegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir með COVID-19. Við getum án efa lært margt af COVID-19-faraldrinum, bæði á Norðurlöndum og annars staðar í heiminum og við verðum að standa saman um að komast eins vel frá þessari heimskreppu og mögulegt er

Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra og ráðherra málefna eldri borgara í Danmörku

Núverandi aðgerðir og stefnumörkun vegna tilslakana

Á fjarfundinum var rætt um aðgerðir sem bæst hafa við síðan á síðasta fundi. Á dagskrá fundarins voru einnig umræður um áhrif þeirra COVID-19-aðgerða sem gripið hefur verið til ásamt stefnumörkun varðandi tilslakanir á þessum aðgerðum og opnun landanna að nýju.

 

Norrænt samstarf á sviði heilbrigðis og velferðar

Norrænt samstarf á sviði heilbrigðis- og félagsmála beinist að því að allir norrænir borgarar eigi að njóta öryggis og réttinda á sviði heilbrigðis og velferðar. Við vinnum að því að fyrirbyggja ójöfnuð og koma í veg fyrir útskúfun jaðarsettra og viðkvæmra hópa í samfélaginu. Þá er stuðlað að nýsköpun og rannsóknum í þeim tilgangi til verði betri velferðarlausnir til framtíðar.