Norrænir ráðherrar beina sjónum að #metoo í menningargeiranum

09.05.18 | Fréttir
Nordiska kulturministrar i Malmö 9 maj
Ljósmyndari
Bengt Flemark / Region Skåne
Frá haustinu 2017 hefur #metoo-bylgjan verið öflug um allan heim og á fundi norrænu menningarmálaráðherranna í Malmö 9. maí var send út sameiginleg yfirlýsing um að áhersla skyldi lögð á að vinna gegn kynferðislegri áreitni og að tryggja öryggi á vinnustöðum í menningargeiranum á Norðurlöndum.

Mörg og mismunandi #metoo-áköll áttu upphaf sitt á Norðurlöndum og það atriði taka ráðherrarnir upp í yfirlýsingu sinni.

„#églíka-bylgjan hristi upp í þjóðum Norðurlanda og afhjúpaði rækilega afleiðingar ríkjandi skipulags, ófullnægjandi forystu og vanþekkingar á mörgum sviðum samfélagsins. Ýmiss konar áköll komu fram í löndum okkar og hafa spjótin oft beinst að menningargeiranum.“

Við, norrænu menningarmálaráðherrarnir, erum ákveðnir í að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hér verði breyting á. Við getum dregið lærdóm hvert af öðru.

Mismunandi svið innan menningargeirans hafa verið í brennidepli og ráðherrarnir leggja áherslu á að áframhaldandi umræða um efnið er jafnmikilvæg á öllum sviðum starfs þeirra.

„Við, norrænu menningarmálaráðherrarnir, erum ákveðnir í að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hér verði breyting á. Við getum dregið lærdóm hvert af öðru. Þess vegna verður umræðan áfram að vera í brennidepli innan hvers lands, á vettvangi Norðurlanda og alþjóðasamfélagsins og hún er jafnmikilvæg á öllum sviðum starfs okkar – í menningu, fjölmiðlum og íþróttum.“

Jafnrétti er ein af forsendunum fyrir þeirri velgengni sem norræna líkanið nýtur og er sjálfgefið að við í Norrænu ráðherranefndinni um menningarmál tökum mið af jafnréttissjónarmiðum í öllu okkar starfi.

Norrænt samstarf og miðlun reynslu á þessu sviði er mikilvæg. Skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar er því falið að undirbúa framhald umræðunnar og miðlunar reynslu.

„Jafnrétti er ein af forsendunum fyrir þeirri velgengni sem norræna líkanið nýtur og er sjálfgefið að við í Norrænu ráðherranefndinni um menningarmál tökum mið af jafnréttissjónarmiðum í öllu okkar starfi. Jafnframt er ljóst að frekari aðgerða er þörf í norrænu samstarfi. Við felum því skrifstofu ráðherranefndarinnar að undirbúa áframhaldandi umræðu um vernd gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi ásamt öryggi á vinnustöðum innan okkar verksviðs.

Jafnvel þótt kastljósinu verði beint annað hvikum við ekki frá því að láta okkur þessi mál varða.“

 

Ráðherrafundurinn í Malmö 9. maí var haldinn í tengslum við leiðtogafundinn um menningarmál í Malmö 8.-9. maí. 

 

Vi, de nordiska kulturministrarna, är fast beslutna att göra vad vi kan för att få till denna ändring. Vi har mycket att lära av varandras erfarenheter.