Nýr þekkingarvettvangur um HIV og berkla í samstarfi Norðurlanda og Rússa

17.12.18 | Fréttir
Bekæmpelse og forebyggelse af HIV og relaterede infektioner. Foto: Scanpix

Bekæmpelse og forebyggelse af HIV og relaterede infektioner. Foto: Scanpix

Photographer
Foto: Scanpix

Barátta og forvarnir gegn HIV og tengdum sýkingum.

Tveggja ára samstarfi milli Norðurlanda og Norðvestur-Rússlands leiðir til stofnunar nýs vettvangs sem ætlað er að miðla þekkingu og reynslu um bestu starfsvenjur (best practice) á sviði baráttu og forvarna gegn HIV og tengdra sýkinga. 

„Við erum afar ánægð með niðurstöðurnar og þann eldmóð sem allir aðilar sýna gagnvart þessu verkefni,“ sagði Kåre Geil, aðalráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinni í ræðu sinni á skrifstofu aðalræðismanns Finnlands í Pétursborg. Hér hafa meira en 50 sérfræðingar frá Norðvestur-Rússlandi og Norðurlöndum komið saman til þess að vinna úr niðurstöðum samstarfsverkefnisins Mobilizing Resources for Better Response: HIV&Co, 2017-2018. Og til þess að horfa fram á veginn til ársins 2019. Myndun faglegs tengslanets og vettvangs til þess að miðla þekkingu og bestu starfsvenjum eru í brennidepli.   

Við erum afar ánægð með niðurstöðurnar og þann eldmóð sem allir aðilar sýna gagnvart þessu verkefni.

 

 

Kåre Geil, aðalráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinni

Forvarnir beinast að ungu fólki

Samstarfsverkefnið hefur veitt mikilvægri þekkingu milli Norðurlanda og Rússlands um forvarnir gegn HIV, meðal annars með áherslu á ungt fólk. Á þessu sviði hafa rússneskir sérfræðingar sótt hugmyndir í íslenskt verkefni þar sem áhersla var lögð á áhættuhegðun og ung fólk og forvarna- og meðferðarverkefni í Svíþjóð og Finnlandi.   
 

Styrkja aðgerðir í heilbrigðismálum

Vinnustofur til þess að styrkja aðgerðir gegn berklum hafa verið haldnar í Pétursborg í Rússlandi og Helsinki í Finnlandi með þátttöku lækna og sérfræðinga á þessu sviði. Og í Pskov í Rússlandi hafa 40 námsmenn tekið þátt í búðum sjálfboðaliða.     

Samstarfsverkefnið heldur áfram með áherslu á sýklalyfjaónæmi

Tveggja ára samstarfið sem nú stendur yfir hefur myndað traustan ramma fyrir áframhaldandi samstarf. Samstarfið milli Norðvestur-Rússlands og norrænu ríkjanna heldur áfram næstu tvö árin með áherslu á að auka þekkingu á sýklalyfjaóæmi bæði meðal heilbrigðisstarfsfólks og almennra borgara. 
 

Mobilizing Resources for Better Response: HIV&Co, 2017-2018

Contact information