Opnað fyrir skráningu blaðamanna á þing Norðurlandaráðs og verðlaunahátíð

28.09.21 | Fréttir
Christiansborg.

Christiansborg

Photographer
Matts Lindqvist
Opnað hefur verið fyrir skráningar blaðamanna fyrir 73. þing Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn 1.–4. nóvember 2021. Blaðamenn geta skráð sig bæði á þingið og á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í gegnum krækjuna hér að neðan. Í ár verður þingið haldið á staðnum ef ekkert ófyrirséð gerist.

Þingið er mikilvægasti norræni stjórnarmálaviðburður ársins. Þar koma saman þingmenn, forsætisráðherrar og aðrir ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Auk þess verður Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO gestur á þinginu.

Fyrsti dagurinn fer að mestu í fundi flokkahópa og opinber setning þingsins er þriðjudaginn 2. nóvember kl. 14:00.

Leiðtogafundur Norðurlandaráðs og norrænu forsætisráðherranna er á öðrum degi, þar sem þingfulltrúum gefst kostur á að leggja fram spurningar til forsætisráðherranna milliliðalaust. Þema umræðnanna er samstarf á erfiðleikatímum. Á miðvikudaginn heldur Stoltenberg ræðu sína á þinginu og á eftir verður umræða um varnar- og öryggismál.

Þinginu lýkur á fimmtudeginum 4. nóvember kl. 16.00. Á lokadegi þingsins verður kjörinn nýr forseti og varaforseti fyrir árið 2022.

Verðlaun Norðurlandaráðs veitt á þriðjudeginum 2. nóvember

Þriðjudagskvöldið 2. nóvember verður verðlaunahátíð Norðurlandaráðs haldin í Skuespilhuset í Kaupmannahöfn. Þar verða veitt verðlaun í fimm flokkum. Eingöngu þeir blaðamenn sem skráðir eru á þingið geta verið viðstaddir verðlaunaafhendinguna. Strax að athöfn lokinni verður hægt að taka myndir og viðtöl við verðlaunahafana.

Vegna takmarkaðs sætafjölda er mögulegt að ekki fái allir skráðir blaðamenn sæti í salnum. Þau sem hafa áhuga á að fylgjast með verðlaunaafhendinguni þurfa að haka við þann valkost á skráningareyðublaðinu.

Skráningar krafist

Blaðamenn sem hyggjast fylgjast með þingi Norðurlandaráðs og verðlaunaafhendingunni þurfa að skrá sig í síðasta lagi 27. október kl. 15:00 að dönskum tíma. Gerð er krafa um gilt blaðamannaskírteini. Blaðamannafundir verða haldnir í tengslum við þingið. Nánari upplýsingar verða veittar um þá síðar. Skráningin tekur til allra blaðamannafunda nema annars sé getið.

Upplýsingar um þingið veitir Matts Lindqvist, +45 29 69 29 05 eða matlin@norden.org

Upplýsingar um verðlaunaafhendinguna veitir Elisabet Skylare, +45 21 71 71 27 eða elisky@norden.org