Ráðherrafundur um áframhaldandi samstarf um umhverfis- og loftslagsmál

31.10.18 | Fréttir
De nordiska miljöministrarna samlade på Nordiska rådets session i Oslo 2018

De nordiska miljöministrarna samlade på Nordiska rådets session i Oslo 2018

Photographer
Johannes Jansson

Ráðherrarnir ræddu um hversu mikillvægt væri að norrrænt samstarf yrði jákvætt afl á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP24, í Póllandi í desember.

„Norðurlöndin eiga langa hefði fyrir því að gegna hlutverki brúarsmiða milli þróaðra landa og þróunarlanda. Þetta er styrkur sem við verðum að nýta okkur í samningum á loftslagsráðstefnunni sem er framundan,“ segi Isabella Lövin, ráðherra alþjóðlegrar þróunar og loftslagsmála.

Loftslag og haf

Í nýrri samstarfsáætlun sem mun gilda árin 2019-24 er lögð áhersla á sjálfbærar borgir. Ráðherrarnir ræddu um hvernig styrkja mætti norrænt samstarf um sjálfbærar borgir.

„Þróunin í borgunum okkar skiptir höfuðmáli með tilliti til margra þátta sem snerta umhverfi og sjálfbærni, ekki síst loftslags. Þess vegna er afar jákvætt að við skulum styrkja norrænt samstarf um sjálfbærar borgir í nýju samstarfsáætluninni,“ segir Karolina Skog, umhverfisráðherra.

Að tillögu frá Noregi ákváðu umhverfis- og loftslagsráðherrarnir í dag að styrkja samstarfið um loftslag og hafið.

„Norrænt samstarf veitir Norðurlöndunum sterkari rödd varðandi loftslag og haf í alþjóðlegu samstarfi,“ segir Ola Elvestuen, loftslags og umhverfisráðherra.

Samtal um um innkaup milli norrænna sveitarfélaga

Fyrrum loftslags- og umhverfisráðherra Noregs, Tine Sundtoft, kynnti í apríl 2018 skýrslu með stefnumótandi tillögum um norrænt samstarf um umhverfis- og loftslagsmál. Norrænu umhverfisráðherrarnir ákváðu að halda áfram með tvær af þessum tillögum, annars vegar að innleiða samstarf um samtal um innkaup milli norrænna sveitarfélaga og hins vegar að efna til forkönnunar og ráðherraráðstefnu um græna fjármálamarkaði.

Að lokum kynnti Guðmundur Ingi Guðbrandsson formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni fyrir árið 2019. Áhersla er lögð á börn og ungmenni, sjálfbæra ferðamennsku og hafið.

Þá kynnti sænski umhverfisráðherrann, Karolina Skog, nýju samstarfsáætlunina fyrir árin 2019-2024 á þingfundi Norðurlandaráðs.