Rafræn heilbrigðisþjónusta á að vera öllum aðgengileg

10.09.21 | Fréttir
Digital sundhed
Photographer
Maud Lervik

 

 

 

 

 

 

 

 

Rafræn tækni á heilbrigðissviði eykur velferð borgara á Norðurlöndum en ekki eiga allir jafn auðvelt með að notfæra sér rafræna þjónustu sem ryður sér til rúms í síauknum mæli. Norræna velferðarnefndin mælir þess vegna með því að Norræna ráðherranefndin skapi forsendur fyrir því að aldraðir og jaðarsettir hópar njóti rafrænnar heilbrigðisþjónustu til jafns við aðra.   

„Aldraðir þurfa að vera með í þeirri rafrænu bylgju sem ríður yfir Norðurlönd til að allir eigi jöfn tækifæri til að nýta sér læknaþjónustu á netinu og aðra rafræna heilbrigðis- og velferðarþjónustu,“ sagði Eva Lindh, talsmaður Norrænu velferðarnefndarinnar á septemberfundi nefndarinnar. Notkun læknaþjónustu á netinu hefur aukist víðast hvar á Norðurlöndum á undanförnum árum. Þetta á sértaklega við á strjálbýlum svæðum þar sem rafræn þjónusta er góð viðbót við læknisheimsóknir.

Þetta snýst um jafnt aðgengi fyrir alla

Nefndin telur mikilvægt að yfirsýn fáist yfir það hvernig læknaþjónusta á netinu hefur áhrif á heilbrigðiskerfin á Norðurlöndum og mun því beina þeim tilmælum til Norrænu ráðherranefndarinnar á komandi þingi að hún taki saman yfirlit yfir læknaþjónustu á netinu með áherslu á jákvæðar og neikvæðar afleiðingar og jafnt aðgengi fyrir alla. Tillagan var upphaflega sett fram af flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði.    

Aldraðir þurfa að vera með í þeirri rafrænu bylgju sem ríður yfir Norðurlönd til að allir eigi jöfn tækifæri til að nýta sér læknaþjónustu á netinu og aðra rafræna heilbrigðis- og velferðarþjónustu

 

Eva Lindh, talsmaður Norrænu velferðarnefndarinnar

Hætt við því að aldraðir endi aftast í röðinni

Að baki tillögunni og orðum Evu Lindh eru skýrar tölur sem sýna að aldraðir eiga sérstaklega erfitt með að tileinka sér nýja tækni og hópar fólks með litla menntun og lágar tekjur eru einnig nokkuð á eftir. Skýrsla sænsku félagsmálastofnunarinnar um „Ástand og þróun á sviði heilbrigðisþjónustu árið 2020“ sýnir að aðeins 4% aldurshópsins 66–75 ára nota læknisþjónustuappið sem hefur verið þróað í þessum tilgangi. Hjá fólki eldra en 75 ára er talan aðeins 3%. Rafræn heilbrigðisþjónusta stendur því í vegi fyrir meginreglunni um forgangsröðun borgaranna með áherslu á þá þurfa á mestri hjálp að halda.


„Ef elda fólk býr ekki yfir tæknikunnáttu er hættan sú að það endi aftast í röðinni,“ segir Eva Lindh.    

Heilbrigðisstarfsfólk er lykillinn að árangri

Sem betur fer er bæði hjálp og hvatningu að finna nú þegar, eins og nefndin komst að á fundi dagsins með Evu Franzén, stjórnanda í Norrænu velferðarmiðstöðinni, Andreas Lundqvist og Niclas Forsling hjá Glesbygdsmedicinskt Centrum. Með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar hafa samtökin tvö ásamt Nordregio haldið úti forgangsverkefninu „Healthcare and care at distance 2018–2020“ sem Svíar hleyptu af stokkunum þegar þeir gegndu formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2018 og hafa meðal annars gefið út skýrsluna „Digital Health Care and Social Care“.

4
„Sú innsýn sem við fengum er að stafræn færni heilbrigðisstarfsfólk og geta þeirra til að miðla henni til fólks með skerta tæknigetu og ættingja þess er lykilatriði,“ segir Niclas Forsling hjá Glesbygdsmedicinskt Centrum.