Sjálfbærniherferð - Norræn ungmenni á Hróarskelduhátiðinni

05.07.19 | Fréttir
Roskilde Festival
Ljósmyndari
Foto Christian Hjort

Norræn sendinefnd ungmenna á Hróarskelduhátíðinni

Hvernig geta ungmenni á Norðurlöndum í samstarfi við Hróarskelduhátíðina hvatt önnur ungmenni til sjálfbærrar hegðunar í framtíðinni? Þetta er spurning sem norræn sendinefnd ungmenna hefur falið sér að svara í samstarfi við Hróarskelduhátíðina.

„Með áherslu sinni á sjálfbærni og markhóp sem telur 130.000 gesti með meðalaldurinn 23 ár alls staðar af á Norðurlöndum, er Hróarskelduhátíðin afar áhugaverður samstarfsaðili fyrir Norrænu ráðherranefndina,“ segir Mary Gestrin, yfirmaður samskiptasviðs Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Þess vegna hefur Norræna ráðherranefndin í samstarfi við Norðurlandaráð æskunnar sett saman hóp ungmenna sem er þessa vikuna við vettvangsrannsóknir á Hróarskelduhátíðinni.

„Meginmarkmið nefndarinnar er í samstarfi við Hróarskelduhátíðina að greina tækifæri og efnivið samstarfs í framtíðinni,“ segir Mikael Carboni Kelk, aðalráðgjafi og formaður sendinefndar ráðherranefndarinnar á hátíðinni.  

Pirrandi ungmennið

Sendinefndin hefur tekið þátt í umræðum, hugmyndafundum með öðrum samtökum ungs fólks, vettvangsferðum og málþingum. Sendinefndin tók þátt í umræðum á pólitíska umræðusviðinu FLOOKR um það hvernig ungmenni geti sem best í anda Gretu Tunberg haft áhrif á „heim hinna fullorðnu“ og krafist metnaðarfullra aðgerða sem stuðla að sjálfbærni. Skilaboð Ragnheiðar Kristínar Finnbogadóttur sem er ein þeirra sem skipar sendinefnd ungmenna eru:

„Það er nauðsynlegt að vera þetta pirrandi ungmenni sem stendur fast á sínu varðandi sjálfbærni til þess að fá athygli samfélagsins.  

Það er nauðsynlegt að vera þetta pirrandi ungmenni sem stendur fast á sínu varðandi sjálfbærni til þess að fá athygli samfélagsins.

Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir, meðlimur í sendinefnd ungmenna

Við unga fólkið verðum sjálf að virkja annað ungt fólk

Í undirbúningsferlinu að hugmyndamálþinginu með Hróarskelduhátíðinni hefur sendinefndin haldið fundi með öðrum samtökum ungs fólks, t.d. Ungdomsøen og African Youth Delegation. Auk þess hefur hún verið á hátíðarsvæðinu og talað við ungt fólk sem er komið á hátíðina til þess að hlusta á tónlist og hefur ekki endilega mikinn áhuga á sjálfbærni. Tilfinningin er nefnilega sú að þessi hópur ungs fólks sé enn í meirihluta. Hvernig getur Norræna ráðherranefndin og Hróarskelduhátíðin hvatt þennan hóp til sjálfbærrar hegðunar? Stinne Friis Vognæs frá ReGeneratin og meðlimur í sendinefndinni er ekki í vafa:

„Við unga fólkið sem erum virk verðum að vera hluti af aðgerðinni. Og við eigum að vera fyrirmyndir og hitta annað ungt fólk á sínum heimavelli. Við verðum að leita það uppi og horfast í augu við að ekki sé hægt að virkja það á einni nóttu heldur verði að taka þetta svolítið í áföngum,“ segir hún. Og næsti áfangi hjá Norrænu ráðherranefndinni og Hróarskelduhátíðinni er að greina ráðleggingar sendinefndarinnar og sjá tækifærin til samstarfs og þar með komast í annan áfanga.    

African Youth Delegation at Roskilde Festival
Ljósmyndari
Foto AYD

Afrísk sendinefnd ungmenna, norræn sendinefnd ungmenna og Hróarskelduhátíðin

Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir, Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Stinne Friis Vognæs, ReGeneration 2030

Jonas Færgeman, ReGeneration 2030

Barbara Gaardlykke Apol, Norðurlandaráði æskunnar

Anna Falkenberg, Norðurlandaráði æskunnar

Karolina Lång, NORDBUK

Marie Nygaard Sørlien, Norrænu ráðherranefndinni

Katarina Goldfain Johnsen, Norrænu ráðherranefndinni 

Viktor Lindelöw, Norrænu ráðherranefndinni  

Sendinefnd ungmenna