Skráningar blaðamanna á þing Norðurlandaráðs í Ósló eru hafnar

19.09.18 | Fréttir
Stortinget
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Opnað hefur verið fyrir skráningar blaðamamanna á 70. þing Norðurlandaráðs í Ósló 30. október til 1. nóvember 2018. Blaðamenn geta skráð sig bæði á þingið og á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs gegnum krækjuna hér að neðan.

Þingið er mikilvægasti norræni stjórnarmálaviðburður ársins. Þar koma saman þingmenn, forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og leiðtogar stjórnarandstöðu frá öllum Norðurlöndunum.

Fyrsti dagur þingsins hefst venju samkvæmt með leiðtogafundi Norðurlandaráðs og norrænu forsætisráðherranna þar sem þingfulltrúum gefst kostur á að leggja fram spurningar til forsætisráðherranna milliliðalaust.

Á miðvikudeginum verða meðal annars umræður um utanríkis- og varnarmál með hliðsjón af greinargerðum utanríkis- og varnarmálaráðherranna til Norðurlandaráðs. Þá leggja forsætisráðherrarnir fram skýrslur sínar á miðvikudeginum.

Auk þess verða málefni sem eru ofarlega á baugi tekin til meðferðar á þinginu ásamt fjölda svonefndra þingmannatillagna sem eru tillögur sem einhverjir hinna 87 þingmanna leggja fram.

Þingið verður sett þriðjudaginn 30. október, kl. 14.15, og því verður slitið fimmtudaginn 1. nóvember, kl. 15. Á lokadegi þingsins verður kjörinn nýr forseti og varaforseti Norðurlandaráðs fyrir árið 2019.

Verðlaun Norðurlandaráðs veitt á þriðjudeginum

Tilkynnt verður um handhafa verðlauna Norðurlandaráðs þriðjudagskvöldið 30. október. Verðlaunaveitingin verður í Óperuhúsinu í Ósló. Eftir verðlaunaafhendinguna verður blaðamannafundur og tækifæri verður til myndatöku.

Blaðamenn sem hyggjast fylgjast með þingi Norðurlandaráðs og verðlaunafhendingunni þurfa að skrá sig í síðasta lagi 26. október kl. 14 að norskum tíma. Sýna þarf gilt blaðamannaskírteini. Einnig verða haldnir blaðamannafundir í tengslum við þingið. Skráningin tekur til allra blaðamannafunda nema annars sé getið.

Norðurlandaráð hefur bókað nokkurn fjölda hótelherbergja fyrirfram fyrir blaðamenn. Þeir sem vilja nýta sér þann möguleika geta haft samband við Birgitte Haj deildarritara, birhaj@norden.org eða +45 60 39 42 07. Norðurlandaráð greiðir ekki hótelkostnað.

Til að leita upplýsinga um þingið má hafa samband við Matts Lindqvist, +45 29 69 29 05 eða matlin@norden.org

Til að leita upplýsinga um kostnað má hafa samband við Elisabet Skylare, +45 21 71 71 27 eller elisky@norden.org

Norðurlandaráð er þing opinbers samstarfs Norðurlanda. Á árlegu haustþingi fer fram pólitísk umræða milli Norðurlandaráðs og fulltrúa ríkisstjórnanna í Norrænu ráðherranefndinni. Hægt er að fylgjast með þinginu á Twitter undir myllumerkjunum #nrsession og #nrpol