Skýrslu um almannavarnir skilað til samstarfsráðherranna

Skýrslan felur í sér 12 tillögur byggðar viðtölum sem ráðherrann Enestam hélt í haust.
Tillögurnar benda meðal annars á mikilvægi:
- meiri samræmingar og upplýsingaskipta,
- betri viðbúnaðar með viðvörunarkerfi, sameiginlegum greiningum og æfingum fyrir mismunandi aðstæður,
- aukinnar þátttöku einkageirans og félagasamtaka í almannavörnum,
- verkefnis um sameiginlegt útboð á bóluefnum og viðbúnaðarbirgðum og
- endurskoðunar á regluverki varðandi meðal annars skattlagningu og almannatryggingar til að það henti betur landamærasvæðum og vinnuferðalöngum á Norðurlöndum.
Ráðherrarnir staðfesta að þetta er mikilvægt og brýnt málefni og munu taka afstöðu til eftirfylgni við einstakar tillögur þegar fram líða stundir.
Hér má lesa tillögurnar í skýrslu Enestams: