Søren Würtz nýr formaður Norrænu stofnunarinnar á Grænlandi

22.11.22 | Fréttir
Søren Würtz ny direktör NAPA
Ljósmyndari
Arnajaraq Nielsen Lyberth
Søren Würtz frá Danmörku verður formaður Norrænu stofnunarinnar á Grænlandi. Áður hefur hann verið yfirmaður menningarmála og viðburða hjá Kommuneqarfik Sermersooq á Grænlandi.

Würtz hefur störf 1. janúar 2023. Hann hefur langa reynslu úr menningargeiranum og skapandi greinum bæði á Norðurlöndum og alþjóðavettvangi. Hann er reyndur stjórnandi sem hefur í mörg ár unnið að málum sem varða þróun, stefnu og samstarf ásamt stjórnvöldum, frumkvöðlum, fyrirtækum og menningarstofnunum.


 

Norræna stofnunin á Grænlandi (NAPA) er menningarstofnun sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og hefur það verkefni að styrkja, miðla og örva norræna og grænlenska menningu með sérstaka áherslu á börn og ungt fólk.

„Sköpunarkrafturinn er mikilvægasta hráefnið sem Grænland og Norðurlönd eiga. NAPA á að hjálpa til við að byggja brýr á milli menningargeirans og skapandi greina á Grænlandi og annars staðar á Norðurlöndum og norðurslóðum,“ segir Søren Würtz.

Sॲøren Würtz hefur mikinn áhuga á norrænu samstarfi og hefur komið sér upp víðtæku tengslaneti innan þess í gegnum fjölda verkefna í norrænu löndunum. Nú síðast hefur Würst verið deildarstjóri hjá Kommuneqarfik Sermersooq þar sem hann hefur þróað framboð menningar í sveitarfélaginu ásamt því að vinna með NAPA, til dæmis í kringum norrænu menningarhátíðina í Nuuk. Wurtz hlakkar til að hefja störf í Nuuk:

„Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að fá að stýra aðgerðum Kommuneqarfik Sermersooq í menningargeiranum og skapandi greinum undanfarin tvö ár og ég hlakka til að nýta reynslu mína og tengslanet nú þegar ég mun stýra NAPA. Grænland hefur margt fram að færa til hinna norrænu landanna og það eru mikil tækifæri til að efla menningartengslin á Norðurlöndum og norðurslóðum. Ég mun leggja áherslu á tvennt: menningu sem skilar sér í breytingum fyrir íbúa á Norðurlöndum og norðurslóðum og hagvöxt innan skapanda greina.“

Jonas Wendel, settur framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, hlakkar til að vinna með nýja forstjóranum.

„Við hlökkum til að Søren Würtz taki við formennsku Norrænu stofnunarinnar á Grænlandi Hann er reyndur stjórnandi og stefnumótandi sem hefur góð tengsl í menningargeiranum og norrænu samstarfi. Hann er rétti maðurinn til að efla hlutverk Norrænu stofnunarinnar á Grænlandi í sjálfbæru samstarfi Grænlands, norðurslóða og hinna norrænu landanna í þágu Framtíðarsýnar Norrænu ráðherranefndarinnar 2030,“ segir Wendel.

Søren Würtz, sem hefur verið búsettur á Grænlandi undanfarin ár, er ráðinn til fjögurra ára með möguleika á fjögurra ára framlengingu. Hann tekur við af Anne Mette Gangsøy sem lét af störfum fyrr í ár.