Illugi Gunnarsson (Indlæg)

Upplýsingar

Gerð
Erindi
Ræðunúmer
202
Speaker role
Minister for Undervisning, Forskning og Kultur, Island
Dagsetning

Háttvirti forseti. Ágætu norrænu kollegar. Mér er sönn ánægja að leggja fram greinargerð um samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir menntamál og rannsóknir sem samþykkt var árið 2015. Yfirskrift samstarfsáætlunarinnar er Gæði og mikilvægi menntunar og rannsókna og er hún lýsandi fyrir þær áherslur sem lagðar eru í norrænu samstarfi um rannsóknir, menntun, símenntun, upplýsingatækni og tungumál. Ráðherranefnd um menntamál og vísindi hafði gott samráð við Norðurlandaráð við gerð samstarfsáætlunarinnar og beindi ráðið þeim tilmælum til ráðherranefndarinnar að hrinda áætluninni í framkvæmd og leggja fram greinargerð á þinginu 2016 um framvindu hennar.

Ég er hingað kominn, virðulegi forseti, til að gera grein fyrir þessu. Norræna ráðherranefndin vinnur að lýsingu á nýju módeli fyrir samskipti og stjórnun fyrir Norræna rannsóknarráðið, NordForsk, í samráði við stjórn þess. Þessi lýsing verður í fylgiskjali með samstarfsáætluninni þegar það hefur verið samþykkt af nefndinni.

Norrænt samstarf um menntamál spannar breitt svið. Ráðherrarnir leggja meðal annars áherslu á símenntun, færni barna og ungmenna, æðri menntun og nám fullorðinna. Norræna ráðherranefndin heldur áfram greiningu á stöðu menntamála í löndunum, auk þess sem þau taka öll virkan þátt í ýmsum alþjóðlegum samanburðarrannsóknum sem eru afar mikilvægar við mótun menntastefnu í hverju landi fyrir sig.

Nefndin hefur einnig samþykkt nýtt starfstímabil norrænnar rannsóknaráætlunar, Education for Tomorrow, en hún tekur á ýmsum mikilvægum málefnum líðandi stundar. Helstu markmið þeirrar áætlunar eru að vekja áhuga nemenda, virkja þá í starfi sem byggir á þátttöku allra og beita nútímalegum kennsluaðferðum.

Norræna ráðherranefndin hefur ákveðið að efla samstarf kennaramenntunarstofnana á Norðurlöndum. Þar mun Nordplus-áætlunin koma að góðu gagni og verður kennaramenntun á dagskrá árlegs málþings Nordplus þar sem fulltrúar stofnana funda og mynda með sér samstarfsnet og verkefnahópa.

Þvermenningarleg færni er grundvallaratriði í starfi gegn innrætingu ofstækis og öfgastefnu. Samið hefur verið kennsluefni, Teaching Controversial Issues, sem dreift verður til grunnskóla á Norðurlöndum í þeim tilgangi að efla lykilhlutverk skóla og kennara í þessu starfi.

Finnar hafa haldið ráðstefnu um gæðastarf háskóla nú á formennskuári sínu, árið 2016, og Norðmenn munu gera slíkt hið sama árið 2017. Norræna ráðherranefndin leggur einnig fram tillögu um norrænu meistaranámsáætlunina á þingi Norðurlandaráðs 2016. Námsbrautirnar munu byggja á rannsóknum og eiga erindi við norræn samfélög. Þá eiga þær að stuðla að alþjóðavæðingu og hreyfanleika. Brýnt verður að greina stjórnsýsluhindranir sem geta staðið samstarfinu um norrænt meistaranám fyrir þrifum.

Eitt af markmiðum norræna samstarfsins um menntamál er að þróa heildarstefnu í námi fullorðinna með áherslu á samspil hinna ýmsu aðgerðasviða. Fjallað er um nýsköpun í námi fullorðinna, nám á vinnumarkaði, ráðgjöf, raunfærnimat og sveigjanleika í menntakerfinu. Næsta ár mun Norræna ráðherranefndin láta kortleggja líkön fyrir mat á menntun sem aflað er erlendis og viðurkenningu á starfsréttindum á Norðurlöndunum. Sá þekkingargrunnur mun nýtast í áframhaldandi samstarfi um stefnu á sviði menntunar, vinnumarkaðar og aðlögunar, t.d. flóttamanna og annarra innflytjenda.

Mennta- og menningarsvið Norrænu ráðherranefndarinnar bera sameiginlega ábyrgð á tungumálasamstarfinu. Á undanförnum árum hefur athyglin beinst að samspili sviðanna í tungumálasamstarfinu og áhersla er lögð á verkefni sem virkja markhópinn, börn og ungmenni, til þátttöku við undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni verkefna.

Norræna kvikmyndagáttin var kynnt til sögunnar nú á árinu 2016. Þar var boðið upp á kennsluefni í grannmálunum og kynningu á undirstöðutungumálunum í norrænu samfélagi. Verkefnið var unnið í samstarfi mennta- og menningarsviðanna.

Virðulegi forseti. Ég fagna því að áfram verði unnið að því að þróa enn frekar fjölbreytilegar aðgerðir innan ramma samstarfsáætlunar. Ég vil þakka áheyrnina.

Skandinavisk oversettelse:

Ærede præsident. Kære nordiske kollegaer. Det er mig en sand fornøjelse at fremlægge redegørelsen for Samarbejdsprogrammet for Nordisk Ministerråd for Uddannelse og Forskning (MR-U), der blev vedtaget i 2015.  Samarbejdsprogrammets overskrift, «Kvalitet og relevans i uddannelser og forskning», er meget beskrivende for det, der lægges vægt på i nordisk samarbejde inden for forskning, uddannelse og livslang læring, IT og sprog. Under udarbejdelsen af samarbejdsprogrammet har Ministerrådet for Uddannelse og Forskning haft en god dialog med Nordisk Råd, og Rådet har rekommanderet ministerrådet til at gennemføre programmet og fremlægge en statusrapport for sessionen 2016.
Her er jeg, ærede præsident, for at gøre rede for dette. Nordisk Ministerråd arbejder på en ny model for kommunikation og styring, i dialog med NordForsks bestyrelse. Beskrivelsen bliver vedlagt som bilag til samarbejdsprogrammet, når den er godkendt af ministerrådet. 
Nordisk samarbejde på uddannelsesområdet favner bredt. Ministrene fokuserer blandt andet på livslang læring, børn og unges kompetencer, højere uddannelse og voksenundervisning. Nordisk Ministerråd arbejder fortsat med at analysere landenes uddannelsessystemer. Landene deltager aktivt i en række internationale komparative studier, som har stor betydning for udviklingen af landenes uddannelsespolitik. 
Nordisk Ministerråd har vedtaget en forlængelse af det nordiske forskningsprogram Education for Tomorrow, der omhandler mange aktuelle temaer. Centralt i programmet står ønsket om at motivere, inkludere og involvere eleverne, samt brug af moderne undervisningsmetoder. 
Nordisk Ministerråd har besluttet at styrke et nordisk samarbejde mellem læreruddannelsesinstitutionerne. Her indgår Nordplus-programmet som et vigtigt værktøj. Læreruddannelserne er et af temaerne for årets Nordplus kontaktseminar, hvor institutioner mødes for at danne netværk og projektgrupper. 
Interkulturel kompetence er grundlæggende i arbejdet mod radikalisering og ekstremisme.  I den forbindelse er der udarbejdet undervisningsmateriale, Teaching Controversial Issues, som deles ud til grundskolerne i Norden med henblik på at styrke skolens og lærernes nøglerolle i dette arbejde.
Det finske formandskab arrangerede en konference i 2016 om kvalitet inden for højere uddannelse, og Norge holder en lignende konference i 2017. Nordisk Ministerråd fremlægger på Nordisk Råds session i 2016 et ministerrådsforslag om Nordic Master Programme.  Uddannelsesprogrammerne bliver forskningsbaserede og samfundsrelevante. Endvidere skal de fremme internationalisering og mobilitet. Det er vigtigt at identificere eventuelle grænsehindringer, der kan hæmme udviklingen af samarbejdet om Nordic Master Programme. 
Norden har som mål at videreudvikle en helhedspolitik for voksenundervisning, hvor der fokuseres på samspillet mellem de forskellige satsningsområder. Der bliver sat fokus på innovation i voksenundervisningen, læring i arbejdslivet, vejledning, validering og fleksibilitet hos uddannelserne. Næste år vil Nordisk Ministerråd stå for en kortlægning af modeller for godkendelse af udenlandske uddannelser og anerkendelse af faglige kvalifikationer i de nordiske lande.  Dette vil give et vidensgrundlag for det videre samarbejde inden for uddannelse, arbejdsmarked og integrering, f.eks. af flygtninge og andre indvandrere.
I Nordisk Ministerråd har uddannelsessektoren og kultursektoren et fælles ansvar for sprogsamarbejdet. I de seneste år har der været øget opmærksomhed på et tværsektorielt samspil i sprogsamarbejdet, hvor man har lagt vægt på projekter, som aktivt involverer målgruppen børn og unge i planlægningen, gennemførelsen og opfølgningen af projekter. 
I 2016 blev Nordisk Filmportal lanceret.  Den tilbyder undervisningsmateriale til nabosprogundervisning og til at blive kendt med Nordens samfundsbærende sprog. Der er tale om et samarbejde mellem uddannelsessektoren og kultursektoren. 
Ærede præsident. Jeg ser frem til det fortsatte arbejde med at videreudvikle denne brede vifte af indsatser inden for samarbejdsprogrammets rammer. Tak for at I lyttede.