Illugi Gunnarsson (Indlæg)

Upplýsingar

Gerð
Erindi
Ræðunúmer
205
Speaker role
Minister for Undervining, Forskning og Kultur, Island
Dagsetning

Háttvirti forseti. Ágætu norrænu kollegar. Ég vil þakka fyrir að fá tækifæri til að kynna fyrir Norðurlandaráði mikilvægan viðburð á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar árið 2017. Þetta er ráðherraráðstefna um rafræna stjórnsýslu hins opinbera og einkaaðila þar sem kallaðir verða saman ráðherrar frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum ásamt ýmsum lykilaðilum öðrum. Með þessu vill Norræna ráðherranefndin leggja sérstaka áherslu á mikilvægan málaflokk sem er ofarlega á baugi þessa dagana og hefur áhrif á daglegt líf fólks um allan heim. Vegna þessa er eðlilegt að kynna fyrirhugaða ráðstefnu sérstaklega fyrir ykkur, ágætu fulltrúar, hér á þinginu.

Það er rétt að spyrja hvers vegna það er mikilvægt að eiga samstarf um rafræn samskipti á Norðurlöndunum. Svarið felst auðvitað í því að það er vegna þessa að ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa fjárfest í miklum mæli í þróun rafrænna samskipta í samfélaginu þannig að svæðið er í dag í fararbroddi þegar kemur að þróun rafrænna innviða, tölvufærni íbúanna og getu samfélagsins til að innleiða og nota nýja stafræna tækni. Jafnframt er ástæða til að benda á að þegar stór alþjóðleg upplýsingafyrirtæki, eins og t.d. Facebook, Google, Microsoft og Apple, opna stórar skrifstofur á Norðurlöndunum, eða þegar mörg norræn tölvufyrirtæki ná miklum árangri á alþjóðavísu, eins og t.d. Skype, þá er það fyrst og fremst til komið vegna tilvistar mjög hæfra og skapandi frumkvöðla með tölvukunnáttu á háu stigi hér á Norðurlöndunum.

Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa hver um sig sett sér metnaðarfull markmið um rafræn samskipti, notkun opinberrar rafrænnar þjónustu, aukna tölvufærni og ekki síst nýtingu rafrænnar stjórnsýslu til aukinnar skilvirkni hins opinbera og einkaaðila. Stafræn tækni er í dag samþættur hluti atvinnulífsins, heilbrigðisþjónustunnar, menntakerfisins, rannsókna og stjórnsýslu og þetta endurspeglast líka í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar, þar sem löndin eiga samstarf um að nýta möguleika upplýsinga- og fjarskiptatækni. Norrænu samstarfi í atvinnumálum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, um atvinnu-, orku- og byggðastefnu, var hrundið í framkvæmd árið 2015. Þá var hrundið í framkvæmd öndvegisverkefni um nýskapandi norrænar lausnir á sviði upplýsingatækni, sem á meðal annars að bæta möguleika norræns atvinnulífs á að nýta opinber gögn til þróunar fyrir nýskapandi rafræna þjónustu fyrir hið opinbera, fyrirtæki og borgara.

Ef Norðurlöndin eiga áfram að vera í fararbroddi á sviði þróunar rafrænna samskipta þá er full þörf fyrir nánara og öflugra norrænt samstarf um upplýsingatækni með þátttöku Eystrasaltsríkjanna. Ráðgert er að halda ráðherraráðstefnuna í Ósló vorið 2017 á vegum formennskuáætlunar Norðmanna. Norræna ráðherranefndin á samstarf við komandi formennskuáætlun Norðmanna og hefur samráð við embættismenn á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum sem er undirbúningur ráðherraráðstefnunnar. Bráðabirgðadagskrá og boðsbréf verða send innan skamms. Fyrir þá sem hafa áhuga verður haldin opin ráðstefna í tengslum við ráðherraráðstefnuna fyrir lykilaðila í upplýsingatæknimálum hins opinbera og einkaaðila.

Að lokum, virðulegi forseti, er rétt að spyrja sérstaklega hver tilgangurinn sé með norrænni-baltneskri ráðherraráðstefnu um rafræn samskipti. Ég vil gera tilraun til að skerpa þá mynd. Norræna-baltneska ráðherraráðstefnan um rafræn samskipti á að skapa grundvöll að auknu samstarfi á þessu sviði sem byggir á eftirfarandi þremur þáttum:

1) Að skiptast á upplýsingum og miðla reynslu af því sem gengið hefur vel og miður í löndunum og ræða áskoranir á sviði rafrænna samskipta á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, þar á meðal kynningu á góðum dæmum sem geta markað stöðu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem svæða í fararbroddi í nýtingu upplýsingatækni.

2) Að ræða framtíðarsýn og viðmið fyrir öflugra norrænt-baltneskt samstarf um rafræn samskipti sem tekur mið af verkefnum ESB á þessu sviði. Þar má nefna rafrænar auðkenningar milli landa, samstarf um innleiðingu Evrópuregluverks, sameiginlegt útboð á lausnum fyrir rafrænan póst o.fl.

3) Að skapa vettvang fyrir samráð og fundi fulltrúa Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um þær miklu breytingar sem nú verða á norrænum samfélögum og metnaðarfullri nýtingu á upplýsinga- og fjarskiptatækni.

Virðulegi forseti. Þess er að vænta að þessi ráðstefna skili mikilvægum árangri fyrir Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin.

Skandinavisk oversettelse:

Ærede præsident. Kære nordiske kolleger. Jeg takker for muligheden for at orientere Nordisk Råd om en stor begivenhed i Nordisk Ministerråds regi i 2017. Det handler om en ministerkonference om digitalisering i både den offentlige og private sektor, med deltagelse af ministre fra Norden og Baltikum, samt flere centrale aktører. Dermed understreger Nordisk Ministerråd betydningen af dette aktuelle område, som påvirker dagligdagen hos folk i hele verden. Derfor er det nærliggende at præsentere konferencen særligt for jer, ærede parlamentarikere, her på sessionen. 
Man kan spørge sig selv hvorfor det er så vigtigt at samarbejde i Norden om den digitale omstilling. Forklaringen er selvfølgelig den, at de nordiske regeringer har investeret stort i udviklingen af digitaliseringen i vores samfund. Derfor er vores region nu førende i udviklingen af digital infrastruktur, digitale kompetencer blandt befolkningen og samfundets evne til at indføre og anvende ny digital teknologi. Derudover er det værd at nævne, at når store globale IT-virksomheder, som f.eks. Facebook, Google, Microsoft og Apple, i disse år etablerer store kontorer i de nordiske lande, eller når flere nordiske digitale virksomheder får stor global succes, f.eks. Skype, så skyldes det først og fremmest tilstedeværelsen af højtkvalificerede, kreative og innovative entreprenører med avancerede digitale kompetencer.  
De nordiske regeringer har sat sig ambitiøse mål for digitaliseringen, brugen af digital teknologi i den offentlige forvaltning, øgede digitale kompetencer og ikke mindst at udnytte elektronisk administration for at øge effektiviteten inden for den offentlige såvel som den private sektor. Digital teknologi er i dag en integreret del af vores erhvervsliv, sundhedssektor, uddannelsessystem, forskning og forvaltning. Dette afspejles i Nordisk Ministerråds virksomhed hvor landene samarbejder om at udnytte informations- og kommunikationsteknologiens muligheder. Ministerrådets samarbejde inden for erhvervs-, energi- og regionalpolitik blev indledt i 2015. Da blev fyrtårnsprojektet ”Innovative nordiske digitale løsninger” søsat, der blandt andet skal forbedre det nordiske erhvervslivs muligheder for at udnytte offentlig data i udviklingen af innovative digitale tjenester for det offentlige, virksomheder og borgerne.
Hvis Norden fortsat skal være en ledende region inden for digitalisering, så kræver det et tættere og stærkere nordisk samarbejde om informationsteknologi hvor også de baltiske lande deltager. En ministerkonference planlægges i Oslo i foråret 2017 som et led i Norges formandskabsprogram. Nordisk Ministerråd samarbejder med Norges kommende formandskab og fører en dialog med embedsmænd i de nordiske og de baltiske lande under forberedelsen af ministerkonferencen. Et præliminært konferenceprogram og invitationer vil snart blive udsendt. For de der måtte være interesserede, så holdes en offentlig konference i tilknytning til ministerkonferencen for centrale aktører inden for informationsteknologi i den offentlige og den private sektor. 
Afslutningsvis, ærede præsident, bør man spørge hvad formålet er med en nordisk-baltisk ministerkonference om digital omstilling. Jeg vil forsøge at klargøre dette. Den nordisk-baltiske ministerkonference om digital omstilling skal skabe et grundlag for et øget samarbejde om digitalisering baseret på følgende tre elementer: 
1) At udveksle informationer og erfaringer af det der gået godt og mindre godt i landene, og diskutere udfordringer inden for digitalisering i Norden og Baltikum, blandt andet ved at fremlægge gode eksempler som kan positionere Norden og Baltikum som førende regioner inden for brugen af informationsteknologi. 
2) At diskutere visioner og kriterier for et styrket nordisk-baltisk samarbejde om digitalisering med udgangspunkt i EU-projekter på dette område. Der kan man nævne digital id på tværs af landene, samarbejde om implementering af EU-regler, fælles udbud af løsninger for e-mail mm.
3) At skabe et forum for dialog, og møder mellem repræsentanter for de nordiske og de baltiske lande om de store ændringer, der finder sted i de nordiske samfund, samt en mere ambitiøs udnyttelse af informations- og kommunikationsteknologien.
Ærede præsident. Man kan forvente at konferencen bliver vigtig og udbytterig for både Norden og Baltikum.